Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 52
212
þá má geta nærri, hvernig honum er við kúgara landsins. Pað
er sem hann fnæsi og blási á þá eitri og eldi: »Foreyðslunnar
bölvun bráða bylti þeim sem mýjar þér«. Og vér megum meira að
segja ekki lina sókninni, þótt lífið sé í húfi: »Hræðumst ei, þótt
kosti fjör«. Og að síðustu særir hann sjálfan drottinn að hjálpa
landinu og hefir í heitingum að rjúfa himna himnanna, með hróp-,
um sínum »af heitum dreyra*, kringum hástól hins alvalda guðs, ef
hann leggi ekki líknareyra við bænir hans:
Viljirðu ekki orð mín heyra, skal mitt hróp af heitum dreyra
eilíf náðin guðdómlig, himininn ijúfa kringum þig.
í*að er eins og Hjálmar vilji fara með guð almáttugan, eins og
hann lék »föllnu« englana íorðum, ef hann daufheyrist, og er ekki
lítið færst í fang.
Eitt kvæðið sýnir, að menn hafa horft með blending af eftir-
vænting og kvíða fram á árið 1851. Brynjólfur Oddsson hét
maður. Hann var bókbindari í Reykjavík og hagyrðingur. Hann
yrkir kvæði á nýjársdag 1851, sem ráða má af ótta manna og
óvissu á, hvað þeir ættu í vændum: »Eins er sem henni eitthvað
í hjarta liggi þungt, þótt leyni kvíða, sem bregðist henni til
beggja vona, að komandi ár að óskum gangi«4). En þá skín sól-
geisli alt í einu inn um gluggann: »Hvort mun þá skína yfir höfði
þér, eykonan aldna, á ári komanda fagur geisli frelsissólar og
ánauðarfjötur af þér slitna?« (Ljóðmæli, Reykjavík 1869). Aftur
er eins og öðrum hafi heyrst dómsins lúður gjalla:
»Er sem efsta degi
alda hallað sé«
var kveðið til Jóns Guðmundssonar eftir þjóðfundinn. En svo er
bætt við, og það sýnir, hve mönnum hefir fundist til um rang-
sleitni þá og »morð« á frelsi landsins, er framið var á þjóðfund-
inum:
Eg í anda eygi
eins og rofin vé
heilög séu sannleikans.
Fúsir vinna frelsismorð
féndur lsalands.«
(Ljóðmæli eftir Gísla Eyjólfsson. Seyðisfirði I883).
Brynjólfur Oddsson hefir verið mikill þjóðarsinni, eins og Jón
Sigurðsson kemst oft að orði. Hann hefir ort rímu af hermönnunum,