Eimreiðin - 01.01.1911, Side 11
Og alt kom aftur: aflið, gleðin, andinn.
— »Því ástin kom til hjálpar þér, Nar-kissos!«
»Nar-kissos!«
kvað dvergamálið deyjandi við sandinn.
j. Réttur hérans.
Hérinn gerir hnífrétt,
er hvomar í sig kálið;
honum er ei hóf sett,
haldist iðra málið,
og skyttan skæð er fjærri,
og skolli hvergi nærri.
Og liggi í leyni tóa,
er lævís þykir vera,
og leiti lönd og móa
og loksins finni héra:
má hérinn gjarnan hlaupa,
sem hvað eitt það, sem létt
en hann má hvorki raupa,
né heimta meir en rétt er.
y. Gangur lífsins.
Hérinn er státinn og bryður sín ber,
það er blessun, hann segir, að vera hér.
Pá skrapp fram úr runnanum skolli, sem tók hann:
• Skratti er ég heppinn að ná mér í hrók þann!«
Svo mælandi í matinn sinn fer hann.
— Pað er minningarversið um hérann!
Og skolli sleikir státinn um stút,
og stikar kátur í skóginn út.
Pá mætir hann skyttu, sem skaut hann;
hann skimar og gaggar ■— svo hraut hann,
því högl voru komin í koll hans.
— Það er kvæðið í minningu skollans.
Og skyttan var montin og kemur að krá,
þars kerling ein bjó, sem var haldin grá.
Hún vildi fá belginn, og brá við skjót,
og bar honum eitur í kaffirót.
En öðru, sem skeði, ég skal eigi lýsa,
— en skyttan lá dauð, og þetta er hans vísa.