Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 76
get bezt séð, er prýðisvel af hendi leyst, er hún ekki blá í nútíðarmálinu heldur. Er líklegt, að vér Islendingar megum vænta oss mikils góðs af ungfrúnni þegar stundir líða. S. N. UM fjÓÐRÉTTARSTÖÐU ÍSLANDS («Islands folksráttsliga stállning«) hefir ritstjóri Ragnar Lundborg í Uppsölum skrifað ritgerð í »Statsvetenskaplig Tid- skrift« (Lund 1910), og er hún einskonar útdráttur og áframhald af hinum fyrri rit- um hans um sama efni, og kenningarnar auðvitað hinar sömu. Hann skýrir þar og frá samningi millilandanefndarinnar og afdrifum hans hjá alþingi, og segir, að þó minna hafi úr orðið en til var var stefnt, þá liafi þó nefndarstarfið haft þá þýðingu, að það hafi bert orðið, að Danir séu nú fúsir til að semja við Islendinga og viður- kenna ísland sem ríki, og þá um leið að hverfa frá stefnu sinni frá 1871, er stöðu- lögin voru á bygð. A hr. Lundborg þakkir skilið fyrir áhuga sinn á sjálfstæðis- máli voru og sívakandi góðvild í vorn garð. V. G. UM SKYLDLEIKA HETJUKVÆÐANNA í SÆMUNDAREDDU (»Om det indbyrdes Forhold mellem Heltekvadene i den ældre Edda«. Khöfn 1910) hefir kennari við Sóreyjarskóla dr. Henrik Ussing nýlega ritað bók (doktorsritgerð), þar sem gerð er grein fyrir hverju þeirra um sig og sambandi þeirra og afstöðu hvers við annað, hvert þeirra sé eldra og hvert yngra, og hvað hvert þeirra hafi fengið að láni frá öðru eða orðið fyrir áhrifum af því. Er þetta svo flókið mál, að ógerningur er að reyna að skýra frá efni bókarinnar í fám línum, og látum vér því nægja að benda þeim mönnum, er þetta vilja kynna sér, á bókina sjálfa, sem margur íslendingur mundi hafa gaman af að sjá og fræðast af. V. G, UM EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARA hefir dr. M. Gruner í Berlín ritað alllanga ritgerð í hið þjóðkunna myndablað »Illustrirte Zeitung« (24. nóv. 1910), þar sem hann lýsir fyrst æsku Einars og uppvexti og náttúrunni kringum heimili hans Galtarfell, og því næst myndagerð hans. Fylgja þar með myndir af 12 höggmyndum Einars, og eru þær, eins og vænta má í því riti, svo prýðilega prentaðar sem bezt má verða. Ritgerð dr. Gruners er og hin snjallasta að öllu leyti, ekki aðeins að því, er snertir skarpan og ljósan skilning á myndverkum Einars, sem þó eru nokkuð dularfullar, heldur og lýsing hans á hinni stórfeldu og minn- ingaríku náttúru suðurlandsins íslenzka og sveitalífinu þar. Endar hann ritgerð sína með því að geta þess, að æfibraut Einars hafi hingað til verið fremur þyrnum stráð en gulli gróin, en nú geri hann ráð fyrir að setjast að á í*ýzkalandi, og sé þá vonandi, að Pjóðverjar kunni að meta listaverk hans, svo að úr rakni fyrir honum. V. G. FJÓRÐA ÍSLANDSFERÐIN MÍN (»Meine vierte Islandsreise«) heitir ritgerð, sem kaupmaður Heinrich Erkes í Köln hefir ritað í tímaritið »Globus« XCVIII, 20 (des. 1910), þar sem hann lýsir ferðalagi sínu og sonar síns á Islandi sumarið 1910, einkum um Melrakkasléttu, Ódáðahraun og Dyngjufjöll, og fylgja þar með 4 myndir. Er sú ritgerð aðallega ætluð vísindamönnum, en í blaðinu »Rheinische Zeitung« nr. 269—277 (19.—29. nóv. 1910) er aftur alþýðlegri lýsing á ferðalagi hans um Melrakkasléttu, og er hún svo fjörugt og skemtilega skrifuð, að unun er að lesa. Er auðséð, að maðurinn er bæði glöggskygn og fróður og kann vel á penna að halda. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.