Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 71
7i
búa góðir menn og siðlátir . . . Þar er einnig staður, s^m Náströnd
heitir.« Eftir þessu ætti Náströnd að vera á Gimli, en það er þó víst
varla meiningin. Það væri líkt og sagt væri, að Helvíti væri einhvers-
staðar í horninu á Himnaríki. A bls. 47 segir, að »Ás hinn almátki,«
sem ákallaður var við helgun þings ásamt Frey og Nirði, hafi líklega
verið Oðinn. En því fer fjarri. Það var Þór, sem var höfuðguð ís-
lendinga, en Óðinsdýrkunar er vart getið í sögum vorum, og vafa-
samt, hvort hún hefir nokkurntíma náð til íslands að nokkru ráði, þó
menjar hennar finnist í kvæðum sumra skáldanna. Á bls. iit segir,
að landaurarnir hafi verið 13 aurar xvaðmáls eða silfurs«. Eins og
eyrir vaðmáls og eyrir silfurs væri hið^sama! Höf. getur nú reyndar
borið fyrir sig ritgerð próf. B. M. Ólsens í Skírni um að svo muni
verið hafa á landnámsöld. En það er jafnmikil fjarstæða fyrir því, og
hefir aldrei átt sér stað. Hitt er líka rangt og bygt á misskilningi, að
landaurarnir hafi nokkurntíma verið 13 aurar vaðmáls. Þeir voru að
sögn Ara oftast hálf mörk silfurs (4 aurar), en það samsvaraði á fyrra
hluta þjóðveldistímans 32 aurum vaðmáls, en á síðari hluta hans ekki
nema 30 aurum vaðmáls. — Á bls. 125 segir: »Sumir trúðu því, að
þeir dæi í fjöll og hóla, en færi ekki til Yalhallar. En þá mun Val-
hallartrúin hafa verið farin að dofna hér á landi.« O, sussu nei, þessu
víkur alt öðruvísi við. Hér er einmitt um eldri trú að ræða, sem
enn helzt hjá alþýðunni samhliða Valhallartrúnni, eða þá að hin unga
Valhallartrú hefir aldrei fest verulegar rætur hjá almúganum á íslandi;
og ber þá að sama brunni og áður var á drepið um dýrkun Óðins.
Valhallartrúin var líka aðallega höfðingjatrú og víkinga, en ekki frið-
samlegrar alþýðu. Á bls. 192 segir um sögurnar: »Sumar eru eigi
vel ritaðar, en aðrar mega teljast listaverk, svo sem: »íslendingabók,
Egilssaga« o. s. frv. Ef miðað er við orðfæri eða ritsnild (eins og hér
er gert), þá fer því fjarri, að íslendingabók Ara geti kallast listaverk,
sem varla er heldur við að búast, þar sem hún er fyrsta tilraun til að
rita á íslenzku. Kostir hennar eru annars eðlis, og þeir eru svo miklir,
að hana má vel kalla einn hinn dýrasta gimstein í bókmentum vorum,
þótt engri stílsnild sé þar fyrir að fara. Aftur má vel kalla Laxdælu
listaverk, en þar sem sagt er um hana (bls. 193), að hún sé »mjög
áreiðanleg«, að Bollaþætti frátöldum, þá er það mjög fjarri sanni, því
hún er einmitt næsta skáldsögukend og ríður í mörgum greinum í
fullan bága við sögulegan sannleik. En það er ekki minni nautn í að
lesa hana fyrir því, heldur að meiri. — Á bls. 202 segir: »Elztu
kvæðin eru um goðin og fornhetjur og kallast skjaldarkvæði, því að
þau voru greypt á skildi milli spanganna.« Þetta verður varla skilið á
annan veg, en að skjaldarkvæðin hafi fengið nafn sitt af því, að þau
(kvæðin) hafi verið greypt á skildina. En þess munu þó engin dæmi,
heldur hins, að kvæðin voru ort um efni eða myndir, sem voru sýndar
á skjöldunum, hvort sem þær nú hafa verið greyptar, skornar eða
málaðar.
Prentvillur eru stundum óþægilegar í bókinni, t. d. »forbaðaði«
(171) f. forboðaði, »príarar« (184) f. príorar, shanda heit« (184) f.
halda heit, »Þrymir« (209 og 210) f. Þrymur o. s. frv.