Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 30
3° Sími (taug, strengur) var úrelt orð. Nú er það risiö upp í nýrri merkingu. Jafnrétt er hitt, að fá lifandi orðum nýjar merkingar, skyldar fyrri merkingu þeirra. Orðinu æð hefir fyrir skömmu hlotnast ný merking í sam- settu orðunum vatnsæð og gasæð. VII. NÝ ORÐ. þeirra verður miklu sjaldnar þörf, en flestir ætla, ef vandlega er leitað í öllum forðabúrum Islenzkunnar, orbabókum og alþýðu- máli. Pá koma iðulega upp úr leitinni þau heiti, sem rithöfundinn vantar, ýmist lifandi eða dauð, eða verða fyrir honum orð líkrar merkingar, sem auka má við nýrri merkingu; og loks má oft leysa þrautina með nýju samsettu orði, svo látlausu og auðskildu að öllum líki; þar til dæmis eru orðin vermireitur (Mistbœnk á dönsku), smásjá (.Mikroskoþ) og hjólamaður (Cyklist, sbr. skautamaður, skíðamaður). Ef það ber við, að þörf er á spánnýjum orðum, þá má taka einhvern íslenzkan orðstofn og velja úr forskeytum og endingum; er þá jafnan um margt að velja og vandinn ekki lítill. Stundum verður ekki hjá því komist, að taka upp erlenda orðstofna. Islenzk tunga er illa stödd. Henni er misþyrmt í ræðu og riti. Kríur eru friðaöar og spóar og önnur leiðinleg kvikindi, en vesalt móðurmálið á engan griðastað; öllum er frjálst að særa það og murka úr því lífið, og það er naumast ofsögum sagt um marga rithöfundana, að þar »reynir hver eftir mætti að vinna ,sitt«. Okkur vantar stuttar en vandaðar fræðibækur um allar al- gengar fræðigreinar. Okkur vantar íslenzk orðasöfn og orðabækur, smáar og stórar. Okkur vantar handhægar námsbækur um uppruna orða og sköpulag, beygingar þeirra og skipun í setningar. Eg býst við, að mér farist ekki um að tala; en það segi ég satt, að aldrei á æfi minni hef ég skammast mín, ef ekki þá, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.