Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 30
3° Sími (taug, strengur) var úrelt orð. Nú er það risiö upp í nýrri merkingu. Jafnrétt er hitt, að fá lifandi orðum nýjar merkingar, skyldar fyrri merkingu þeirra. Orðinu æð hefir fyrir skömmu hlotnast ný merking í sam- settu orðunum vatnsæð og gasæð. VII. NÝ ORÐ. þeirra verður miklu sjaldnar þörf, en flestir ætla, ef vandlega er leitað í öllum forðabúrum Islenzkunnar, orbabókum og alþýðu- máli. Pá koma iðulega upp úr leitinni þau heiti, sem rithöfundinn vantar, ýmist lifandi eða dauð, eða verða fyrir honum orð líkrar merkingar, sem auka má við nýrri merkingu; og loks má oft leysa þrautina með nýju samsettu orði, svo látlausu og auðskildu að öllum líki; þar til dæmis eru orðin vermireitur (Mistbœnk á dönsku), smásjá (.Mikroskoþ) og hjólamaður (Cyklist, sbr. skautamaður, skíðamaður). Ef það ber við, að þörf er á spánnýjum orðum, þá má taka einhvern íslenzkan orðstofn og velja úr forskeytum og endingum; er þá jafnan um margt að velja og vandinn ekki lítill. Stundum verður ekki hjá því komist, að taka upp erlenda orðstofna. Islenzk tunga er illa stödd. Henni er misþyrmt í ræðu og riti. Kríur eru friðaöar og spóar og önnur leiðinleg kvikindi, en vesalt móðurmálið á engan griðastað; öllum er frjálst að særa það og murka úr því lífið, og það er naumast ofsögum sagt um marga rithöfundana, að þar »reynir hver eftir mætti að vinna ,sitt«. Okkur vantar stuttar en vandaðar fræðibækur um allar al- gengar fræðigreinar. Okkur vantar íslenzk orðasöfn og orðabækur, smáar og stórar. Okkur vantar handhægar námsbækur um uppruna orða og sköpulag, beygingar þeirra og skipun í setningar. Eg býst við, að mér farist ekki um að tala; en það segi ég satt, að aldrei á æfi minni hef ég skammast mín, ef ekki þá, er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.