Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 70
7° en það er dáindis skemtilegt, og manni verður næstum hlýtt til höf- undarins fyrir það táp og fjör, og jafnvel skáldlega glöggskygni, sem kvæðið ber vott um hjá honum sjálfum. V. G. STEPHAN G. STEPHANSSON: ANDVÖKUR, III. Rvík 1910. í þessu síðasta bindi af kvæðum St. G. St. eru kvæði frá árun- um 1895—1909. Bera þar hin þjóðkunnu söguljóð hans »Á ferð og flugi« höfuð og herðar yfir flest annað, þó margt sé þar fleira með snildarhandbragði, t. d. »Aftaka óeirðarmannsins«, »Draupnir« og fl., — svo að eitthvað sé nefnt af mörgu. En tilfinnanlega skemma ýms- ar dægurflugur frá kosningabaráttunni íslenzku 1908 þetta bindi. Ekki af því, að þær séu ekki vel kveðnar flestar, heldur af því skáldið hefir hér látið þjóðernistilfinningu sínu hlaupa með sig í gönur, og hent á lofti »slagorð« úr baráttunni, sem annað eins spakmenni og hann mundi aldrei hafa gert sér að yrkisefni, ef hann hefði verið kunnugri öllum málavöxtum og getað dæmt af fullri sjálfsþekkingu, Virðist því sem hann geti nú tæpast lengur hælt sér af því, að enginn flokkur hafi getað gert hann sér tollskyldugan. En sennilegt teljum vér þó, að slíkt standi ekki nema um stundarsakir, enda mun það fremur hafa verið hugsjónin og lofsverð tilfinning fyrir ættjörðinni og frelsi hennar, en flokksfylgið, sem hér hefir ráðið stuðlagerð hans. En sízt er loku fyrir það skotið, að hin vanalega djúpvitra íhugun hans nái aftur jafn- væginu, svo að annað verði uppi á teningnum síðar meir. Það fær tíminn að sýna. Því miður er hér ekki rúm til að rita um kvæði þessi eins og þau eiga skilið, en Eimr. vonar, að hún geti einhverntíma gert þeim betri skil. V. G. SIGURÐUR PÓRÓLFSSON: MINNINGAR FEÐRA VORRA I. Rvík 1909. Bók þessi er yfirlit yfir stjórnarsögu landsins, menningu þess og bókmentalíf fram að 1400. Hún gerir enga kröfu til að vera bygð á sjálfstæðri vísindalegri rannsókn, heldur á hún að vera alþýðleg fram- setning á því, sem aðrir hafa ritað um þessi efni. Og hún hefir óneitanlega tekist svo vel, að hún er höf. til sóma. Pví satt að segja er hún fyrir alla alþýðu manna að mörgu leyti hentugasta og bezta yfirlitið, sem enn er til í þessum fræðum. Sem skólabók er hún auð- vitað sérstaklega ætluð lýðháskólum, en hún mundi og reynast all- hentug í ýmsum öðrum skólum, bæði gagnfræðaskólum, unglingaskól- um og jafnvel barnaskólum, einkum ef kennarinn er dálítið meira en stafrekjandi þuluvél og getur bætt hana upp með eigin hugleiðingum. Framsetingin er einföld og látlaus, niðurskipunin góð og hæfilega mikið tekið af hverju tægi: landsmálasögunni, atriðum úr hetjulífinu, menn- ingarsögu og þjóðháttum, bókmentasögunni, goðafræði o. s. frv. Má það lofsvert heita, hve vel höf. hefir tekist að takmarka sig í hverri grein, og taka hvorki of mikið né of lítið. Og samt er framsetningin einkarglögg og skilmerkileg og ónákvæmni eða villur mjög óverulegar. Auðvitað má að ýmsu finna, sem ekki er tiltökumál í þess konar bók. Vér skulum nefna fátt eitt til dæmis. Á bls. 44 stendur: »Á Gimli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.