Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 72
72 En þrátt fyrir þessa og fleiri galla er bókin góðra gjalda verð og á skilið, að henni sé vel tekið. Bara að framhaldið takist ekki síður. V G. ADAM ÞORGRÍMSSON: Y OG Z Akureyri 1910. Þetta er ofurlítið, handhægt kver, þar sem upp eru talin í stafrófs- röð þau orð, er rita beri með y, ý, ey og z, og jafnframt bent á ástæðuna til, að svo skuli rita. Er þar stundum óþarflega langt seilst til skyldra orða í forntungum, sem almenningur ekkert þekkir til, jafn- vel þar sem beinast lá við, að benda á skyldleik við dönsk orð eða í öðrum Norðurlandamálum, sem menn hafa meiri nasasjón af. Stund- um eru og leiðbeiningarnar um upprunann lítt sannfærandi, t. d.: beygur (buga), feygja (fúi), heyja (hóf), heykjast (hokinn). Þó að hér geti verið um nokkurn skyldleika að ræða, þá ber þess að gæta, að ey er hljóðvarp af au, en hvorki af u, 11 né o, ó, og því lítil sönnun í hinum tilfærðu orðum. Nafnið sKrýsuvík (Krossvík)« á víst heldur ekkert skylt við »kross«, heldur mun »krýsu«- vera sama orð og krýso- í grísku (af krysos = gull), og sennilega komið frá írum, sem hefir þótt brennisteinninn þar hafa gullslit. Einstöku orð vantar (t. d. reyfi, ullarreyfi, eygló o. s. frv.) og sum orð eru vafageplar. Réttara mun þó flírast, flírulegur (sbr. no. »flira, flir« og e. »flirt«) en »flýrast« og »flýrulegur« (sbr. leiðréttingar aftan við bók- ina), og eins glirna (sbr. no. »glira« og »glir0ygd«) og sitra, enda ritar Jón Þorkelsson svo í orðasafni sínu (en ekki glyrna og sytra). Öllu líklegra virðist og seitill og seitla, en seytill og seytla, þótt höf. geti hér vitnað í orðasafn J. f*. til stuðnings sinni stafsetning. En hvað sem þessum smámunum líður, þá er það víst, að kver þetta má kalla metfé fyrir alla þá, sem læra vilja rétta stafsetning, og ættu því sem flestir að kaupa það og nota. V. G. JÓN JÓNSSON: DAGRENNING. Fimm alþýðuerindi. Rvík 1910. Þeir eru helgaðir »Ungmennafélögum íslands« þessir 5 fyrirlestrar, enda vel til þess fallnir að vera einskonar leiðarhnoða fyrir ungar og uppvaxandi sálir, þar sem þeir skýra frá æfi og lífsstarfi nokkurra hinna mestu fyrirmyndarmanna í sögu vorri á 18. og 19. öldinni, og þeim þjóðlífsöldum, er þeir hafa vakið á nútíðarhafi voru. Auk inn- gangs og niðurlagsorða er efnið: I. Þjóðernisvakning — Eggert Ólafs- son. II. Atvinnuframsókn — Skúli fógeti. III. Fræðslustefnan — Magnús Stephensen. IV. Andleg vakning — Baldvin Einarsson — Fjölnismenn. V. Sjálfstæðisvakning —- Jón Sigurðsson. — Hvað getur verið ljúfara eða hollara að lesa en um þessa menn og starfsemi þeirra, ef framsetningin er nokkurnveginn viðunandi? Og ekki er hætt við, að hún sé stirð eða álappaleg hjá Jóni okkar sagnfræðingi. Honum er svo einkarlagið að rita við alþýðuhæfi, lipurt og hæfilega fjörugt, en þó með fullum alvörublæ og djúpri undiröldu þjóðlegra tilfinninga og ættjarðarástar. Framsetningin er einmitt höfuðkosturinn á ritsmíð- um hans, en ekki hitt, að hann leggist svo djúpt eða hafi rannsakað umræðuefni sín út í æsar. Auðvitað verður slíkt heldur ekki heimtað í slíkum fyrirlestrum sem þessum, þar sem stutt verður yfir sögu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.