Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 36
36 Maðurinn hét Hallgrímur og var austan af Síðu. Stúlkan hét Guðrún og var einkadóttir hans. Hallgrímur var stór maður vexti og karlmannlega vaxinn. Nú sá varla nokkursstaðar á honum vöðra vegna megurðar. Hendurnar voru stórar og beinamiklar, og nú var sem greiparnar næðu upp að úlfliðum. Par var ekkert undir skinninu annað en bein og sinar. Andlitið var eins útleikið. Pað var eintóm beinagrind, sem skorpið skinnið, blakt og veðurbitið lá í hrukkum utan um. Dá- lítill skegghýungur á niðurandlitinu skýldi því, hve kjálkabörðin voru hvöss og varirnar þunnar. Bæði hann og barnið líktust því, að þau hefðu legið vikum saman í gröf sinni og risið síðan upp aftur. Þau voru bæði klædd lélegustu görmum, slitnum og skriðnum í sundur, svo að víða sá í berar kjúkurnar gegnum þau. Hallgrímur hafði leðurskó-ræfla á fótunum, sem lítið voru orðnir annað en vörpin. Barnið var alveg berfætt. Barnið svaf óvært og dró andann með ekka í svefninum. Faðirinn studdist við olnboga og horfði á það, en lagði sig út af á þúfuna við og við, til að hvíla sig. Hann gat ekki stuðst á olnbogann nema stund og stund í einu. I svip hans varð ekkert annaö séð en angist og örvænting, samfara ósegjanlegri þreytu og eftirstöðvum langvinnra hungur- kvala. En í augunum, sem þó voru hálfsloknuð, brá fyrir ein- hverju, sem helzt líktist eldi. — Pegar eldurinn hafði eytt bæinn, þar sem hann var í hús- mensku með konu sína og þetta eina barn, tvístraðist alt fólkið, sem þar var, og leitaði á náðir góðbúanna. Pá skildu þau hjónin og sáust ekki nema stöku sinnum upp frá því, og loks aldrei. þau dvöldust þó bæði í bygðarlaginu fyrst um sinn, alt fram undir haustið; því að altaf var vonast eftin, að þessari plágu mundi af létta. I’ann sumartíma hafði Hallgrímur séð meiri undur, en hann hafði trúað, að borið gætu fyrir nokkurt dauðlegt auga. Hann hafði séð hvítglóandi hraunstraumana velta hægt, en miskunnarlaust, á bygð lönd og blómleg, og eyða öllu, sem fyrir þeim varð. Hann hafði séð menn hlaupa í dauðans ofboði frá eignum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.