Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 32
32 fara í fyrsta sinn á vorin, heilsa henni og segja: »Heil og sæl Drangey mín, og allir þínir fylgjarar« (J. Árnason: ísl. þjóðsögur, I, bls. 210). Margir eru dómarar, en yfirdómarar eru þeir einir, er dæma í yfirdómi; og margir eru málafylgjarar, en yfirmálafylgjarar eru þeir, er fylgja málum manna í yfirdómi. Mér finst óþarft að hugsa »upp á Dönsku« (Overretssag- ferer), en þyki þess þörf, þá má segja yfirdómsmálafýlgjari eða yfirdómsmálamaður. Pá eru til önnur úrelt orð, sem hér geta komið til greina. I elztu ritum íslenzkum eru lögfróðir menn ekki kallaðir lög- fræðingar, heldur lögmenn eða lagamenn. »Njáll var lög- maðr svá mikill, at eingi fannsk hans jafningi«; »sagði Njáll mér svá, at hann hefði svá kennt Pórhalli lög, at hann mundi mestr lagamaðr vera áíslandi«; Eyjúlfur Bölverksson »var þriði mestr lagamaðr á Islandi«. Orðið lögmaður breytti um merkingu hér á landi undir lok 13. aldar; þá (með Jónsbók 1280) fékk lögréttan á alþingi dóms- vald og voru dómstjórarnir kallaðir lögmenn; þeir voru tveir. Pessi embætti héldust margar aldir; þau liðu undir lok með al- þingi árið 1800 og þá líka heitið lögmaður. Síðastir lögmenn voru þeir Magnús konferenzráð og Benedikt Gröndal eldri. Enn er eitt úrelt orð, sem hér verður að nefna. Pað er orðið lögsögumaður. Allir þeir, sem hafa lesið íslendinga- sögur, kannast við þetta orð og munu vita, að lögsögumaður var sá maður, sem sagði upp lögin á hverju alþingi og skar úr, ef menn greindi á um hvað væri lög. Pegar landið gekk undir Noregskonung var þetta embætti lagt niður. I þess stað komu lögmannsembættin tvö. Porleifur Hreimur Ketilsson var síðastur lögsögumaður (f 1289), en fyrstur lögmaður var Sturla Pórðarson. Nú veit ég engan betri greiða við móðurmálið, en þann, að vekja upp úrelt orð og fá þeim nýjar merkingar, ef fornar merk- ingar þeirra eru gengnar úr gildi. Hér eru þau orð, sem nú ganga ljósum logum í ræðu og riti: málaflutningsmaður, prókúrator, prukkurati, lögfræð- ingur, júristi, lagajúristi; lögfræðislegur ráðanautur, lög- fræðis-konsúlent, júridiskur konsúlent. Öll þessi orð hef ég heyrt eða séð, og öll eru þau harla óféleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.