Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 75
75 sér skiljast, þegar mesti bardagahitinn líði frá, og verði þá h'klega ofan á hin gamla tillaga, að flytja sjálft k onungsvaldið inn í landið og skipa þar jarl, er fari með vald konungs, líkt og í Kanada og Astralíu. V. G. INA VON GRUMBKOW: ÍSAFOLD (Reisebilder aus Island). Um ísland heíir nú þegar verið ritað á ýmsum tungum og af ýmsum höfund- um, svo að naumast getur þá hlið á náttúru íslands eða þjóðlífi, að ekki hafi eitt- hvað verið um hana skráð. í^að er því ekki vandalaust fyrir útlending, er aðeins dvelur í landinu um stundarsakir, að rita eitthvað nýtt og einkennilegt um land og þjóð, er veki eftirtekt manna. Samt sem áður er ofannefndri bók þannig farið, að hún hlýtur að vekja eftir- tekt. — Ekki vegna jarðfræðismolanna, sem dreift er hingað og þangað innan um bókina; þá má fá heillegri og samfastari annarstaðar. Ekki vegna myndanna, þótt margar þeirra séu góðar og fróðlegar. Og ekki heldur vegna athugasemdanna um íslenzkt þjóðlíf og menningu, og er þó víða komist vel að orði. Alt þetta er skylt sumu af því, er áður hefir sézt og vekur því naumast sérstaka eftirtekt. í>að er alt annað, sem grípur huga manns, er maður les bókina. IJað er hinn átakanlegi, sorglegi atburður og hinar einkennilegu persónur, sem á bak við standa og varpa hugnæmum raunablæ yfir bókina og einkennilegri birtu yfir sambandið milli manns og náttúru Allir, sem komnir eru til vits og ára, hafa orðið þess varir, hvernig náttúran slítur eitt barnið sitt úr fangi annars og gleypir það með blindri grimd og græðgi, líkt og Kronos niðja sína. En ástvinurinn, er eftir lifir, er sem þrumu lostinn og finst hann vera særður holund, er aldrei muni gróa; finst tilveran vera ranglát og ill, er hún gat fengið af sér að níðast þannig á honum, saklausum lítilmagnanum. En undir gróa þó oft að nokkru eða miklu leyti, þegar tímar líða. Skilningur- inn bindur um sárið og gleymskan græðir. fegar maður skilur hið eðli- lega samhengi náttúruviðburðanna, þá sættir maður sig betur við rás þeirra. Og þegar heiði, kyrð og friður er yfir öllu, þá gleymir maður mannskaðaveðrinu. Þannig hrífur náttúran mann og sættir aftur heilum sáttum við tilveruna, að minsta kosti um stundarsakir. Virðist mér Ina von Grumbkow vera lifandi dæmi þessa. Ódáðahraun vinnur eitt af hermdarverkum sínum á unnusta hennar, dr. v. Knebel; Askja hremmir hann heljarklóm og skilar ekki herfanginu aftur. Unnustan trúir varla, að náttúran sé svo grimm. Hún leggur af stað og lætur í haf, til þess að herja út úr öræfum þessa fjarlæga, grimma æfintýralands, þó ekki væri nema nokkrar menjar elskhuga síns. Hún stígur á land með beiskan harm í brjósti og, ef til vill, með ýmigust á landi og landsbúum. Hún ferðast um landið dag og nótt, um bygðir og óbygðir, engjar og öræfi, vegi og vegleysur, og áður en langt um líður hefir íslenzk náttúra náð tangarhaldi á hjartarótum hennar: Auðnin og kyrðin, tignin og víðsýnið á öræf- um íslands deyfa harminn og draga úr saknaðar-sársaukanum, og hún lætur aftur frá landi með hlýjum hug til lands og þjóðar og ljúfsárum minningum. fetta má lesa bæði í línunum og milli þeirra. Guðm. y. Hlíðdal. GESTUR PÁLSSON Á HOLLENZKU. »Tilhugalíf« G. P. er nýkomið út i hollenzkri þýðingu. Sagan kom þar neðanmáls í blaðinu »De Nieuwe Courant« í Haag frá 22. apríl - —1. maí þ. á. og. heitir »Een Verlovingstijd«. fýðandinn er ung stúlka hollenzk, ungfrú litt. n. doct. A. Posthumus, sem lagt hefur talsverða stund á forníslenzk fræði. Og eftir þýðingu þessari að dæma, sem, að því er ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.