Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1911, Page 54
54 nokkurntíma mætt slíku mótlæti og sorg, sem ég átti viö að stríða. En dauðinn var sárari — — það var danskt jólaveður með krapi og kulda. Götuljósin glottu og vörpuða óhreinlegum bjarma á öhreina húsveggina og snjóblautar göturnar. Eg gekk um og horfði á fólkið, sem þyrptist við dyrnar á Industri. Hlæjandi og skrafandi. En ég sá það ekki ... í huga mér hljómaði í sífellu, eins og brot úr hálfgleymdu lagi: Dáin.........dáin —- dáin. Og ég hugsaði ekkert. Aðeins óljós sársaukatilfinning í hnakkanum . . . Báturinn skreið upp í sandinn. Eg stekk á land og borga köllunum. Sé þá leggja frá aftur. Rauða og svitagljáandi í framan. En sumarið brosir í yzta fjólubláma hinna lágu, fjarlægu hæða. — Gamla bátskriflið húkir þarna enn. Alt fúið í sundur. En prentsmiðjan er rifin. Par sem við Valdi lásum próflestur, og fórum í sjóinn á milli. Um nónbilið lágum við oft á vellinum fyrir utan. Teiguðum sólskinið meðan hitinn steikti blikkþakið. Og æðarfuglarnir kurruðu úti undir Tjarnarhólma eða vöppuðu þar undir mjóum, gálgalegum hræðustöngunum, því að hrafninn var vogestur mikill. Stal eggjunum í morgunmat handa ungunum sínum. Og aumingja æðurin sat eftir, sljó og varnarlaus. Nú fann ég, að árin vóru horfin. Æskunnar sárglöðu ár. Sólin skein eins bjart. En hún vakti ekki lengur sama endur- skinið í sál minni. — Eg gekk heim. Fann Pórarin að máli og fékk leyfi hans til næturgistingar. Nóg húsrúm. Hann notar bara þrjú berbergi og eldhúsið. En húsið er stórt um sig. Gamalt, tvílyft steinhús með djúpum, skýlandi gluggakistum. Og með öllum blæ liðinna tíma yfir sér. Eg fékk lyklana og gekk inn í dagstofuna. Einn þrífættur stólgarmur húkti úti í horni. Eins og örvasa gamalmenni, sem hefir lifað alla sína gleði. Situr og horfir á rústir æskunnar og tómleikann í kringum sig með hálfsúrum, hálfsaknandi augum . . . — Vá sátum við öll hér í stofunni. Á kvöldin þegar búið var aö kveikja. Stormurinn og myrkrið fóru hamförum fyrir utan. En græni lampinn breiddi svo trygga og hvílandi birtu .... Hildur spilaði á fortepíanóið með þýðri og sjálfsgleymandi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.