Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 58
58 — Ég elskaöi þig undireins og ég sá þig. Á barnslegan hátt í fyrstu. Alt hjá þér hreif mig. Er það nokkuð undarlegt? . . . . IJú ert svo ung og fríð.......... Augun þín . . . Heitt, löngunarfult dreymandi sólblik á bak við hálfdökkan bláma fjarlægra, dularfullra vatna. Éau lokka eins og mær með útbreiddum örmum. Inn í álfalandið. Hið blá- hjúpaða land álfa og æfintýra. Éar sem birkitrén halla sér út yfir gljúfrin á kyrrum, fjólubláum kvöldum. Mæna til himins og gráta með hálfopnum augum .... Land hinnar sárustu, ómælanlegustu sælu, sem til er......... Á þeim dögum var jafnvel sorgin sæl. Rann saman við gleð- ina í sárum unaði. Sú tíð var sem æfintýranna fannhvíti svanur, þrátt fyrir alla smábletti. En hún hvarf og þú hvarfst mér líka. Og alt varð svo kalt . . . . Hildur, þú veizt ekki hvað mér hefir liðið illa. En bak við þokuna á hafi minninganna grilti ég stundum sólgylt, himin- gnæfandi fjöll . . . Æskulandið. Og það var svo gott að sjá þessar laðandi hillingar einstöku sinnum á leiðinni yfir sandana miklu. Lífsauðnina, sem ýmist var brennandi heit eða nístandi köld, en altaf tóm, eyðileg óg grá. Með spanskgræn, eitruð blóm sorgarinnar fyrir vegamörk .... En nú ert þú mín, eins og ég er þinn. Og ekkert skal skilja okkur framar. Pað hrikti ónotalega í pöllunum. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. En gat ekki hreyft mig. Hildur svaraði ekki. Blár glampi lýsti í augum hennar. Og hún lagði hendur um háls honum og kysti hann............... I því hrundu pallarnir. Brak af brotnandi staurum og hvellir af fjölum, sem skella saman. Mökkur af hvítgráu kalkryki þyrl- ast upp. I gegnum hann sé ég glitta í hvítan faldinn á Hildi. Svo hverfur alt í niðamyrkri . ,......... .........Ég hrekk upp af leiðinu við logandi, snöggan sársauka í hvirflinum. Allur lurkum laminn og aumur f öllum liðamótum. Rétt eins og ég hefði orðið undir pallahruninu----------- Alt er sem áður. Kirkjan stendur þarna hvít, með rauðum turni og þaki. Jafn alvarleg og hátíðleg sem áður, í blundandi næturkyrðinni. Skýjabakkar hrannast við sjóndeildarhring. Og dagsbrúnar- fölvi sveipar jörð og himin.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.