Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 63
63 t. d. »Kósakkar«, sem skáldjöfurinn Turgenjeíif dáðist svo mjög að, að hann kvað hana vera beztu skáldsöguna, sem út hefði komið á rússnesku. I Krímstríðinu tók Tolstoj öflugan þátt sem herforingi, en að að því loknu tók hann af kappi að gefa sig við ritstörfum; enda reit hann flestar skáldsögur sínar á tímabilinu 1856—^876. Dvald- ist hann þá um stund í Pétursborg og kyntist þar frægustu skáld- um Rússa um þær mundir, var svo um hríð erlendis, einkum á Frakklandi og Ítalíu, og settist svo að lokum að á ættleifð sinni, Jasnaja Poljana, og þar bjó hann til dauðadags. Frægastar af skáldsögum Tolstojs eru »Stríð og friður« og »Anna Karenín«. Er í hinni fyrri með óviðjafnanlegri snild lýst þjóðlífi Rússa á öndverðri 19. öld, herbúnaði þeirra og hernaðar- háttum og jafnframt hrakför Napóleons mikla til Rússlands 1812. I hinni sögunni er aftur lýst heimilislífi aðalsmanna á Rússlandi, og er ein af aðalpersónum hennar ungur aðalsmaður, Sjóvín að nafni, léttúður og skapmikill, sem lifir í sukki og sællífi, unz hann fær ást á göfugri ungmey og verður fyrir trúarlegri vakning, svo að alger breyting verður á lífsstefnu hans. Pykjast menn þar kenna Tolstoj sjálfan, því einmitt um þessar mundir tók líf hans og skoðanir viðlíka stakkaskiftum. Gerðist hann nú nálega mein- lætamaður, hafnaði öllum lystisemdum og heimsprjáli og leit smám augum á bókmentir og ritfrægð. Hættir hann þá og að skrifa skáldsögur, en tekur að rita um siðfræðileg efni. Verður þá aðalundirstaðan í kenningum hans fjallræða Krists og æðsta boðorð hans: að elska náungann. Annars gefur hann þessar 3 meginreglur fyrir breytni manna: í. Pér skuluð ekki beita ofbeldi gegn hinu illa. 2. þér skuluð aldrei eyða meiru en þér framleiðið sjálfir. 3. Pér skuluð jafnan stunda hreinlífi, jafnt karlar og konur. Hann heldur því fram, að þó svo virðist, að barátta sé nauð- synleg, af því hún sé undirrót allra framfara, þá þurfi hún ekki að vera við náungann; hún verði nóg samt: báráttan við náttúru- öflin. Og að því er bindindisemina snertir, tekur hann fram, að miklu hægra sé að neita sér um sitthvað af frjálsum vilja vegna náunga síns, heldur en að beygja sig fyrir valdboðnum lagakröf- um frá einhverjum meirihluta. Eignir séu manni til ills eins, ef nota þurfi ofbeldi og lagarétt til að gæta þeirra. Og það má Tolstoj eiga, að hann lifði sjálfur samkvæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.