Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 7

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 7
7 þú steytir ei fót þinn við steini. þín stétt er sem hefluð úr beini, og alt er þér unnið í hag. Én þetta er honum að þakka, sem þjónar þér nótt eins og dag. Hann tekur í eimhestsins tauma og teymir hann hvert sem þú fer, þú svífur við sællífis drauma, og situr sem heima hjá þér. Og dilli þér listin og ljóðin og ljúfustu söngvanna hljóðin er fylla þig unaðarfró, þá prentar það bróðirinn blakki á bókanna drifthvíta snjó. Svo stritar hann hógvær og hljóður, hvort hlýtt er loft eða kalt. Um heitið þess huldu-bróður þú hirðir ei: »Borgað er alt!« Ei meira þarf hót — að þú heldur —, en hvað þá, ef losnaði eldur og upp kæmi stormur og stál, — ef alt yrði hafsjór af höfðum, sem hrópuðu: »Refsing og bál!« Pví lærðu að þekkja þann þjóninn, og þýðast sem bróður og vin, en hættu við háðslega tóninn og hjálpræðis fordildar-skin; en fá honum frjálslyndið djarfa og framför til andlegra starfa, og fá honum jafnréttið fljótt! Og sýndu, þú sért honum bróðir, já, sýn það, og gerðu það skjótt!

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.