Eimreiðin - 01.01.1911, Side 23
23
Gleymdist land og gleymdist
Trója,
gleymdist ættin þjóðum kunna:
herfang vorum hreystimanna,
hlutur vor er þeim að unna.
Vér erum Sjafnar sigurmerki,
sett að prýða konungsenni;
því vér elskum — þótt vér höt-
um —
þessi prúðu heljarmenni.
2. Hvert stefndi lífið)
Hvert stefndi líf mitt? Leið það feigðarslóðir?
Sem lítið barn, er grátið kallar: Móðir!
ég farið hefi hvíldar-vana vegi,
sem víðar rastir út á hafsins legi,
er æða fram og tilgang ei né takmark kenna.
En svöl var nótt og sólin skæð að brenna,
því svikalogn og stormar blektu, grættu,
þó gullin blóm við göturnar mig kættu.
Og ávalt sama sorg mér bjó í hjarta.
Við sólarlagið dró upp mökkinn svarta;
ég vissi fátt, er braut mér bjóst að velja;
en bezt mig fræddu skuggar þínir, Helja.
Pví mótsetningin lýsti lífsins auðinn,
svo lífi stöku gleymist sorgin, dauðinn.
Og ég varð ríkur; ráð er ei að kvarta,
því reynslu þarf hið bernska, þrjózka hjarta.
Ég hafði þegið karlmanns hug og hreysti
en hjarta konu, ást og mildi treysti;
ég gekk í leiðslu, sólskinsdraumi dreginn,
með dramb í lund, en hverju litlu feginn.
Ég hlaut minn skamt af söngsins sigurlaunum,
hans sumardýrð og köldu vetrarraunum.