Eimreiðin - 01.01.1911, Side 69
69
af einkennilegum, rammíslenzkum, en þó mörgum sjaldgætum orðum
og orðtækjum, sem ekki mega týnast. V. G.
ÞÚSUND OG EIN NÓTT. I. íslenzkað hefir Steingrímur
Thorsteinsson. Rvík 1910. (Bókav. Sigurðar Jónssonar).
Þetta er ný endurskoðuð útgáfa af hinni snildarlegu þýðingu Stgr.
Thorsteinssonar á þessum heimsfrægu sögum. Fáar bækur hafa víst
átt jafnmikilli alþýðuhylli að fagna og fyrsta útgáfan, en hún ófá-
anleg fyrir löngu. Það er því óhætt um það, að þessari nýju útgáfu
verður tekið tveim höndum, og ekki hætt við öðru en að hún renni
út. Jafnskemt'legar sögur og sögurnar í 1001 nótt eru heldur ekki á
hverju strái. í þeim er næstum óþrotlegur hugmyndaauður, og þó
víða séu átakanlegar lýsingar af holdlegri munuð og vellystingum, þá
er þó siðgæðisfánanum jafnan haldið hátt á lofti og yfirburðum og sigri
hins góða yfir hinu illa, réttlætis yfir rangsleitni o. s. frv. Ekki vantar
þar »dularfull fyrirbrigði«, því nóg er þar af öndum á sveimi og hvers
konar kynjaverum, enda æfintýrabragurinn jafnan yfirgnæfandi. Glæsi-
legri lýsingar á skrauthöllum, lystigörðum og dýrðlegu lífi og búnings-
skrauti getur ekki í nokkurri bók. Munu þær lýsingar seint úr minni
líða, þeim er lesið hafa þær á æskuárum, þegar hugarflugið er bezt
vakandi og þráin eftir unaði og lystisemdum viðkvæmust fyrir áhrifum.
V G.
GUTTORMUR GUTTORMSSON: JÓN AUSTFIRDINGUR og
nokkur smákvæði. Winnipeg 1909.
Meginið af bæklingi þessum er landnámssaga íslenzks Vesturfara
í Ijóðum. Hefst hún heima á íslandi, en síðan lýst ferðinni vestur
og frumbýlingsskapnum í Nýja-íslandi, þegar þangað er komið. Rek-
ur þar hver plágan aðra. Fyrst kemur bólan og leggur alla þrjá syni
Jóns að velli, svo kemur vatnsfljóð, sem eyðileggur afurðir hans og
skepnur, og að lokum skógaeldur, sem brennir bæinn og aleigu hans.
Dóttir hans hafði orðið eftir í Winnipeg og giftist þar enskum slána,
drykkjurút og auðnuleysingja, sem hún vinnur fyrir, unz kraftana þrýt-
ur og hún legst veik. Þá strýkur hann frá henni og skilur hana eftir
hjálparlausa. Hún deyr frá ungum syni, sem Jón gamli sækir og elur
upp, og sem nú verður sú blikandi vonarstjarna, sem lýsir upp æfi-
kvöld gamla mannsins.
Kvæðið hefir talsverða bæði kosti og galla. Lýsingarnar eru oft
góðar og fjör í framsetningunni, og ekki óvíða spakleg hugsun og vel
komist að orði. En hins vegar er orðavalið aftur stundum ekki svo
vandað sem skyldi, og mjög spillir það nautninni, hve óþýða og leið-
inlega bragarhætti höf. hefir valið sér á sumum köflunum. Ykjumar
eru stundum líka svo miklar, að úr hófi keyrir, t. d. í prédikun vest-
urfaraagentsins. Hann er þar meðal annars látinn segja, að í Kanada
sé tíðin heitust á veturna (bls. 8), og kýrnar mjólki 50 merkur í mál
og helmingurinn rjómi (bls. n), og »þar verða menn eldri en vana-
legt er — þar varla ber til að menn deyi« (bls. 12). f’etta á auð-
vitað að vera gaman, en það en grátt gaman að ýkja svo freklega.
Frá sjónarmiði bókmenla og lista er kverinu mjög áfátt í ýmsu,