Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.01.1911, Blaðsíða 46
4 6 Hann reis upp við olnboga og horfði á barnið, sem lá við hliðina á honum. Höfuðið var mestalt hulið í óhreinum klútræfli. Utundan honum stóðu gulir, ógreiddir lokkar. Hendurnar lágu afl- vana á jöröunni, nauðkroppaðar, með bláum, krókóttum rákum yfir beinin, undir skinninu, sem ofurlítið mintu á æðar. Fæturnir voru berir og stóðu niður undan kjólnum upp að hnjám. Skinnið var skroppið utan að tómum pípunum, svo að varla sást lýja af holdi, þar sem von var á kálfunum. Barnið leit upp og reyndi að opna munninn. En hann var sem límdur saman. Það seildist með fingrakjúkunum upp að hökunni og reyndi að losa klútinn frá sér, eins og þetta væri honum að kenna. Loks gat það liðkað um málfærin og sagt svo lágt, að varla heyrðist: »Ó, ég er svo ósköp þyrst.« Hallgrímur heyrði það ekki. Hann starði á barnið að vísu, en var þó annars hugar. Og síðustu vikurnar hafði hann ekki heyrt þetta blessað barn opna munninn til annars en kvarta um hungur eða þorsta, svo að hann var farinn að venjast þeim kveinstöfum. »Ó, ég er svo ósköp — —,« síðasta orðið dó í andar- drættinum. Eftir langa stund leit barnið upp aftur. Augun voru skær- ari en áður, og sýndust óvenju stór í skinhoruðu andlitinu. fað reyndi að tala aftur, en gat það ekki nema með hvíldum. Brjóst- ið brast mátt til að þenjast út og loftstraumurinn gat varla mynd- að hljóð. »Pabbi minn, fáum við hvergi að vera í nótt?« »Jú, hérna,« gegndi hann nokkuð hranalega. Hann fann þá um leið, hve erfitt honum var orðið um að segja nokkurt orð. Augun í barninu sigu aftur og mók færðist á það af nýju. Hallgrímur starði stórum opnum augum á barnið. Petta var að koma yfir hann, — þetta óskaplega, sem hann gat ekkert nafn gefið, ekki einu sinni í huganum. Pað hafði komið nokkrum sinnum, og hann borið af því til þessa — en að eins með hörkubrögðum. I fyrsta skiftið, sem það kom, hrópaði hann til guðs almáttugs í huganum og bað hann að frelsa sig frá öðru eins, — hrópaði, ekki eins og prestarnir, með spentar greipar og horfandi til him-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.