Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 37
37 sínum — jörðum, bæjum, húsum, gripum og fénaði, öllum jarð- neskum gæðum, sem guð hafði gefið þeim, og sjá það verða eldinum að bráð. Hann var sjálfur einn þeirra manna. Hann hafði séð skepnurnar tryllast af hræðslu og skelfingu og hlaupa beint út í glóandi eldkvikuna. Manneskjunum hafði farið líkt og dýrunum. Síðast er hann hafði séð vini sína og kunningja frá því á æskuárum, höfðu þeir verið afskræmdir í framan af angist og örvæntingu, og sumum höfðu menn orðið að halda. Pannig voru síðustu myndirnar af þeim, sem nú geymdust í huga hans. Og ópin, veinin, bænirnar, særingarnar og formælingarnar, sem hann hafði heyrt, suðaði enn þá fyrir eyrunum á honum. Yfir öllu þessu lá heit, stæk, blá og eitruð brennisteinssvæla, með gný í lofti og drunum úr jörðu — eins og helvíti sjálft væri að flenna upp ginið. 1 þessum ósköpum skildist hann frá konu sinni, Hún slóst í för með frændfólki sínu vestur til veiðistöðvanna á Reykjanesi, í von um að bjarga þar lífinu. En hann tók Gunnu litlu í fang sér og lagði austur á bóginn. Hann hafði vaðið glóðvolga jökulstraumana skamt frá brún- inni á eystri álmu hraunsins, sem þá hélt enn áfram að renna. Peir voru hvergi dýpri en svo, að þeir væru væðir. En heilan dag var hann að sulla í þeim. Pegar hann var kominn yfir þá, fanst honum hann vera genginn dauðanum úr greipum. Eá sá hann héraðið sitt, sem lá í tungu á milli tveggja óstorknaðra hraunflóða, sem runnu frá sömu upptökum. Framan við tunguna voru hafnlausir sandar. Hraunin breiddust út, er þau komu fram á sléttlendið, og var sem þau mundu ná saman framan við bygðina. Péttir, hvítir gufumekkir gusu upp, þar sem árnar beljuðu fram á glóandi hraunin, eins og hundrað þúsund hverir væru teknir að gjósa; en yfir var blár reykurinn upp af hraununum. Pannig var héraðið, er það hvarf honum sjónum. Austur í Fljótshverfinu var bygðin mannlaus; alt fólkið flúið, enginn vissi hvert. Bæirnir stóðu opnir og öndverðir, sumir fallnir til hálfs af jarðskjálftum. Inni í bæjarhúsunum lágu skrokkar af

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.