Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 5
Mér heyrðist báran hafa ekka þarna upp við ströndina. Eti það heíir ef til vill verið misheyrn. Hugur minn var runnin saman við hafið. Og niðri í því djúpi vóru ómældar öldur djúpra tilfinn- inga og þungur kvíði um framtíð lands og lýðs, og viðbjóður á öllu þjóðernishatri veraldarinnar. Mér fanst ég kólna allur utanfrá og inn í gegn, eins og öll haturs-ísing mannlífsins legðist að mér og andaði á mig sínum helkalda gusti. Eg gekk aftur inn í drykkju- dyngjuna. Par sat fóstursonur mentagyðjunnar enn þá í sama hreiðrinu og ljóshærða stúlkan við hlið hans. Bæði hlógu. Og svo fór hann að kveða: »Mér er sama nú hvert næ nokkru landi eða öngu.« Pað er satt. Flautamönnum æstrar ættjarðarástar er sama, hvort þeir ná landi eða sigla út í hafsauga. Skip þeirra er óvá- trygt. Peir hæla sér af því. Við könnumst við vísuna eftir land- varnarskáldið, sem segist vilja sigla með þeim manni, sem »hefir enga ábyrgð keypt«. Pað er samboðið lýðveldisskipulagi, sem 80,000 öreigar bera á skyrtulausu baki — að sigla út í hafsauga, eða láta reka á reiðanum þangað. En ég er öðruvísi skapi farinn. Eg vil ekki sigla óvátrygðu skipi út í haf, sem »hvergi nær til landa*. Ég vil þræða milli skersins og bárunnar. Ég vil lifa, til þess að hafa land undir fótum. Ég vil lifa til að gegna skyldum mínum við heimili mitt fyrst og fremst, og þar næst skyldunum við sveitarfélagið, og síðast en ekki sízt vil ég lifa, til að gegna skyld- unum við þjóðfélagið og mannkynið. Til þess að það geti orðið, má eklcert ganga »einhvernveg- inn«, og hatrið, hatrið til mannanna og þjóðanna utan við land- steinana, verður að reka á dyr. Ættjarðarástin verður að vera hlý og björt af góðvild til mannanna nær og fjær, landsins og þjóðarinnar, og þjóðanna yfirleitt. Éá er hún göfug og því aðeins er hún tígin. Skáldin okkar hafa kveðið mörg og fögur ættjarðarkvæði, sem hugljúf eru og notaleg. En flest eru þau með einum galla:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.