Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 63
219 ósýnilegar þeim, er uppréttur stendur. Höggormar libast þar á- fram, liprir og hvatir, meb mjóu höfuðin upplyft á svanbeygðum hálsum. Stórar eðlur skríða þar hægfara. Hérar og rottur flýja þar undan rándýrum og tóa hnitar á leðurblöku, sem er að veiða mýflugur yfir vatninu. Það er engu líkara, en að hver einasta þúfa sé orðin lifandi. En innanum alt þetta sofa smáfuglarnir á vaggandi sefstrá- unum, óhultir fyrir öllum í þessum hvílurúmum, sem enginn óvin- ur getur nálgast, án þess að vatnið ókyrrist eða sefstráin bærist og veki fuglana. Pegar morgnaði, héldu fuglarnir í fyrstu, að alt, sem skeð hafði daginn áður, hefði verið vakandi draumur. Peir höfðu sett á sig leiðina og stefndu nú beina leið á bú- stað sinn, en hann var horfinn. Peir flugu langt út á heiði, til að leita að trénu og hófu sig í háa loft, til að svipast um eftir því. En hvergi sáust neinar menjar af bústað eða tré. Að lokum sett- ust fuglarnir á steina niðri við fljótið og vóru hugsi. í’eir veifuðu stélinu og hölluðu undir flatt. Hvað í ósköpunum hafði orðið af trénu og bústaðnum þeirraf En naumast var sólin komin handarbreidd upp yfir skógar- jaðarinn á hinum fljótsbakkanum, fyr en tréð þeirra kom labb- andi og nam staðar á sama blettinum og það hafði verið á í gær. Þaö var jafnsvart og kræklótt og áður og bar hreiðrið þeirra á einhverju, sem hlaut að vera þur uppstandandi grein. Og máríuerlurnar fóru aftur að byggja, án þess að brjóta heilann meira um furðuverk náttúrunnar. Hattó einbúi, sem rak smábörnin burt frá jarðhúsi sínu og sagði þeim, að betur væri að þau hefðu aldrei séð ljós sólar- innar, hann, sem æddi út í sandbleytuna, til þess að láta ókvæðis- orðum rigna yfir unga og glaða fólkið, sem reri uppeftir fljótinu í bátum með biaktandi veifum, hann sem átti svo ilt auga, að hjarðmennirnir á heiðinni gættu þess, að láta hann ekki sjá hjarðir sínar, hann hélt auðvitað ekki til sama staðar við fljótið, og hann hafði staðið á daginn áður, vegna fuglanna. En honum var það fullljóst, að ekki einungis hver bókstafur í hinum helgu bókum hefur dularfulla og leynda þýðingu, heldur og alt það, sem guð lætur við bera í allri náttúrunni. Og nú hafði hann uppgötvað, hvað það gat táknað, aö máríuerlurnar bygðu sér hreiður í lófa hans. Guð vildi, að hatin skyldi standa kyr í sömu sporum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.