Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 71
227
bdtaútveg vorum, sem virðist eiga fullerfitt uppdráttar, þó ekki
séu lagðar einokunarhömlur á hann. En það er eins og nefndinni
hafi ekki verið sjálfrátt. Hún á að heita fjárhagsnefnd, og reynist
þá svo hagsýn og framsýn, að hún leggur í einelti einmitt þann
af atvinnuvegum vorum, fiskiveiðarnar, sem er í mestum upp-
gangi, og mestan arðinn gefur bæði landsbúum og landssjóðnum.
Pað er eins og henni hafi leikið svo mikil öfund á hinum miklu
framförum í þessari grein, að henni hafi fundist nauðsynlegt að
halda aftur af þeim. Og svo leggur hún til steinolíu-einokun, til
að koma kyrkingi í mótorbátaútveginn, en kolaeinokun til að
hnekkja eimskipaútgerðinni. Og hún hefir líka verið komin á flug-
stig með að leggja líka til einokun á salti, en hætt við það að
sinni, svo enn er þó ekki nema þríment á geitinni. Vel að verið,
piltar, eða er ekki svo? Gaman að eiga marga stjórnvitringa af
því tæginu!
Hér við bætist svo verðfall á útfluttum saltfiski, sem kola-
einokunin gæti vel orðið valdandi, eins og þegar hefir verið bent
á í einu íslenzku blaði. Pegar saltfisksfarmar eru sendir beint til
Spánar, þá er títt, að skipin sigli með kolafarm upp til íslands.
En þegar kolaeinokunin er á komin, er loku fyrir það skotið. Pá
er hætt við að þau verði að sigla galtóm aðra leiðina, og eykur
það farmgjaldið fyrir fiskinn að svo miklum mun, að kunnugir á-
líta, að þetta mundi geta numið alt að 2 kr. á hverju skippundi,
sem auðyitað kæmi niður á framleiðendunum; þeir fengju þeim
mun minna fyrir fiskinn.1
En þetta þarf ekki einu sinni til. Pví af kolaeinokuninni mundi
skjótt leiða almenna hækkun á farmgjaldi með öllum skipum, sem
aftur mundi koma fram í verðlækkun á öllum íslenzkum vörum,
en verðhækkun á útlendum vörum, að sama skapi og hækkun
farmgjaldsins næmi. Og sjálfsagt yrðu fargjöld fyrir farþega líka
að hækka að miklum mun. Petta virðist liggja í augum uppi, þeg-
ar athugað er, hvernig siglingum til landsins og umhverfis strend-
ur þess er háttað. Skip, sem sigla eftir fastri ferðaáætlun milli
Khafnar og Islands, verða iðulega að sigla tvívegis kringum alt
Island í sömu ferðinni, og eru þá heilan mánuð á leiðinni. Ef
1 Árið 1909 var útflutt af saltfiski 37 milj. pd. (=; 113,625 skpd.) og gerði
maður ráð fyrir 2 kr. verðfalli á öllum þeim fiski, sem vel gæti orðið afleiðingin,
næmi það rúml. 230,000 kr. á ári.