Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 71
227 bdtaútveg vorum, sem virðist eiga fullerfitt uppdráttar, þó ekki séu lagðar einokunarhömlur á hann. En það er eins og nefndinni hafi ekki verið sjálfrátt. Hún á að heita fjárhagsnefnd, og reynist þá svo hagsýn og framsýn, að hún leggur í einelti einmitt þann af atvinnuvegum vorum, fiskiveiðarnar, sem er í mestum upp- gangi, og mestan arðinn gefur bæði landsbúum og landssjóðnum. Pað er eins og henni hafi leikið svo mikil öfund á hinum miklu framförum í þessari grein, að henni hafi fundist nauðsynlegt að halda aftur af þeim. Og svo leggur hún til steinolíu-einokun, til að koma kyrkingi í mótorbátaútveginn, en kolaeinokun til að hnekkja eimskipaútgerðinni. Og hún hefir líka verið komin á flug- stig með að leggja líka til einokun á salti, en hætt við það að sinni, svo enn er þó ekki nema þríment á geitinni. Vel að verið, piltar, eða er ekki svo? Gaman að eiga marga stjórnvitringa af því tæginu! Hér við bætist svo verðfall á útfluttum saltfiski, sem kola- einokunin gæti vel orðið valdandi, eins og þegar hefir verið bent á í einu íslenzku blaði. Pegar saltfisksfarmar eru sendir beint til Spánar, þá er títt, að skipin sigli með kolafarm upp til íslands. En þegar kolaeinokunin er á komin, er loku fyrir það skotið. Pá er hætt við að þau verði að sigla galtóm aðra leiðina, og eykur það farmgjaldið fyrir fiskinn að svo miklum mun, að kunnugir á- líta, að þetta mundi geta numið alt að 2 kr. á hverju skippundi, sem auðyitað kæmi niður á framleiðendunum; þeir fengju þeim mun minna fyrir fiskinn.1 En þetta þarf ekki einu sinni til. Pví af kolaeinokuninni mundi skjótt leiða almenna hækkun á farmgjaldi með öllum skipum, sem aftur mundi koma fram í verðlækkun á öllum íslenzkum vörum, en verðhækkun á útlendum vörum, að sama skapi og hækkun farmgjaldsins næmi. Og sjálfsagt yrðu fargjöld fyrir farþega líka að hækka að miklum mun. Petta virðist liggja í augum uppi, þeg- ar athugað er, hvernig siglingum til landsins og umhverfis strend- ur þess er háttað. Skip, sem sigla eftir fastri ferðaáætlun milli Khafnar og Islands, verða iðulega að sigla tvívegis kringum alt Island í sömu ferðinni, og eru þá heilan mánuð á leiðinni. Ef 1 Árið 1909 var útflutt af saltfiski 37 milj. pd. (=; 113,625 skpd.) og gerði maður ráð fyrir 2 kr. verðfalli á öllum þeim fiski, sem vel gæti orðið afleiðingin, næmi það rúml. 230,000 kr. á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.