Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 80

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 80
236 íslenzk hringsjá. WILLARD FISKE: CHESS TALES AND CHESS MISCELLANIES. New York. (Longmans, Green & Co.) 1912. Próf. Horatio S. White, sem Fiske heitinn tilnefndi í erfðaskrá sinni til að gefa út rit sín, hefir safnað saman ýmsum ritgerðum, kvæðum og sögum Fiskes viðvíkj- andi skáktafli. Eins og kunnugt mun vera á íslandi, var Fiske bæði sjálfur ágætur taflmaður, og auk þess haíði hann rannsakað sögu taflsins flestum mönnum betur; mátti þess sjá ljósan vott í hinu mikla riti hans »Chess in Iceland«, er kom út skömmu eftir lát hans. Flest af því, sem í þessu bindi er, hefir áður verið prentað; en það var hið mesta nauðsynjaverk að safna því í eina heild, því það var að finna hingað og þangað í tímaritum, sem erfitt er að ná í fyrir flesta. Fyrst í bindinu eru smásögur um tafl og fræga taflmenn, oft fyndnar og vel sagðar, nokkuð íburðarmikill ritháttur með köflum, en altaf einhver elskulegur og ljúfmannlegur blær yfir öllu, rétt eins og Fiske sjálfur var. Sumar af sögunum hafa áður komið út á íslenzku, t. d. »Karl 12. í Bender«, sem kom út í tímaritinu »í Uppnámi«, sem nú því miður er farið veg allrar veraldar, og í sama riti hefir líka komið þýðingin á sögunni »The Crowns of the Rajahs«. Í*ví næst kemur skemtileg grein um skáktafl í enskum kveðskap, og þá nokkur skákkvæði eftir Fiske sjálfan. — Seinni hluti bókarinnar hefir talsvert gildi; þar eru ágætar smáritgerðir um ýmsa fræga taflmenn, Franklín, Atwood, Ponziani og fleiri; vil ég einkum nefna ritgerðina um Paul Morphy, hinn mikla skákkonung Ameríkumanna, hún er meðal annars merkileg af því, að Fiske þekti hann persónulega flestum mönnum betur, og var meðritstjóri hans við frægt skáktímarit nokkur ár. Að lokum er stutt yfirlit yfir sögu skáktaflsins. Bókin er prýdd með ýmsum myndum af Fiske og Morphy og allur frágangur hinn snildarlegasti. í*essi bók mun kærkomin öllum vinum Fiske’s og ekki síður öllum vinum skáktaflsins, hvar í heimi sem eru. tað mun óhætt að segja, að hið mikla rit Fiske’s »Chess in Iceland«, sem var merkilegt safnrit, en of langt og óhaganlega fyrir komið að sumu leyti, mun ekki hafa fengið eins góðar viðtökur hjá alþýðu manna og h'kindi eru til að þetta rit fái; »Chess in Iceland« var of strembið, og einungis mjög lærðir menn á þessum sviðum geta metið til fullnustu öll þau kynstur af fróðleik, sem þar eru saman koin- in, og séð og fyrirgefið gallana. En »Chess Tales« munu bera nafn Fiske’s út um alt, hvar sem skák er tefld um víða veröld. Eins og kunnugt er, gerði Fiske mikið til að endurreisa þessa fornu list á íslandi, og fá menn til að stunda vísindalegar aðferðir hennar; því enginn skal ætla sér að verða góður skákmaður, nema hann sé leikinn í þeim. Eins og Rasmus Rask hefir verið kallaður aðalviðreisandi íslenzkr-. ar tungu, eins má segja, að Willard Fiske hafi endurreist íslenzka skáklist. En á starf hans engan ávöxt að bera á Islandi? Hefir enginn manndáð í sér til að halda áfram »í Uppnámi«, þó ekki væri nema einu hefti á ári? Hvar er »Skákfélag Reykjavíkur«, sem hann studdi? Hvar eru þeir menn, sem hann gaf skrautleg tafl- borð og taflmenn? Vill nú enginn af þeim reyna að minnast hans í verkinu? SIGFÚS BLÖNDAL.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.