Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 70
22 6
svo þessa sending, þennan einokunar-uppvakning, sem tnilliþinga-
nefndin hefir magnaö, til að taka fyrir kverkar henni og kyrkja
hana í fæðingunni. — Alveg eins og einokunin gamla gerði við
skúturnar hans Skúla fógeta.
Enn eru og kolin afltaugin í ihnaði allra þjóða, og svo hlýt-
ur og að verða hjá oss, eigi nokkur verulegur iðnaður að rísa upp
í landinu. Pví langt mun þess að bíða, að vatnsaflið íslenzka,
hvort sem er beinlínis eða breytt í rafmagn, verði alment notað
til iðnaðar. Og víða verður því alls ekki við komið, einmitt þar
sem skilyrði fyrir vexti og viðgangi iðnaðar annars eru bezt, við
hafnir og skipaleiðir. þar munu kolin jafnan verða lífsskilyrði
fyrir iðnaðinn. Og iðnað er ekki síður nauðsynlegt að skapa nú í
landinu, en það var á dögum Skúla fógeta. En hvað varð iðn-
aðarstofnunum hans að aldurtila? Var það ekki einmitt einokunin?
Jú, sannarlega var það hún. Og sannarlega mundi kolaeinokunin
nýja líka verða til þess að kæfa margan efnilegan iðnaðarvísinn
í fæðingunni, eða jafnvel fyr: drepa sjálfa hugmyndina eða fyrir-
ætlunina í höfði manna, áður en hún eiginlega fæddist eða kæmi
til framkvæmda. Hún mundi því ekki einungis stórum þjaka þeim
framfarabörnunum, sem komin væru á legg eða farin að stálpast,
heldur myrða allan fjöldann af þeim í móðurlífi.
Loks eru kolin allvíða aðaleldsneyti landsbúa og sem slík
afltaugin í svo margskonar öðrum framförum, og ættu og mundu
verða enn betur, ef sala þeirra væri frjáls látin. Eitt af skilyrðun-
um fyrir verulegum framförum í landbúnabinum er þannig, að
menn hætti að brenna áburðinum, sauðataðinu, og afli sér í þess
stað kola til eldsneytis. Pá eru og betri húsakynni meginskilyrði
fyrir viðunanlegu heilbrigí)isiíji í landinu. En verulegar hýbýla-
bætur, hvort sem eru timburhús eða steinhús, eru óhugsandi,
nema kol séu höfð til upphitunar þeim. Svona mætti lengi halda
áfram upp að telja og sýna fram á, að kolin mynda ýmist undir-
stöðusteina eða þá hornstafi í svo mörgum framfarabyggingum,
að þær mundu sumpart hrynja og sumpart aldrei komast upp, ef
þeirra ekki nyti við. En af því má öllum vera ljóst, hve fáránlegt
Lokaráð það væri, að leggja hömlur á öflun þeirra, með því að
hneppa kolaverzlunina í einokunarlæðing, og láta erlendan auð-
kýfing halda í endataugina.
Að því er stemolíuna snertir, þá er nægilegt að benda á,
að hún er aðalljósmeti manna um land alt, og afltaugin í mótor-