Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 62
218 þinnar brátt þornaöir og lindir náðar þinnar tæmdar? DrottinnT hvenær brunar þú fram, meðan himnarnir klofna?« Og Hattó einbúi fór að sjá ofsjónir, eins og dómsdagur væri að nálgast. Jörðin skalf, himininn stóð í loga. Undir rauðglóandi himinhvelfingunni sá hann svarta skýflóka, það vóru flýandi fugl- ar; og yfir merkur og móa veltist áfram organdi og beljandi flóð, það vóru skepnur á flótta. En jafnframt og sál hans var heilluð af þessum óráðssýnum, fóru augu hans smámsaman að gefa gætur að flugi smáfuglanna,. þar sem þeir þeyttust eins og örskot fram og aftur, og fléttuðu nýtt og nýtt strá í hreiðrið sitt með ofurlitlu ánægjukvaki. Gamla manninum kom ekki til hugar að hreyfa sig. Hann hafði heitið því, að biðjast fyrir í sömu sporum með upplyftum höndum allan liðlangan daginn, til þess að knýja guð almáttugan með því móti til að bænheyra sig. Eví þreyttari sem líkami hans varð, því greinilegri urðu sýnir þær, er fyltu huga hans. Hann sá veggi borganna hrynja og bústaði mannanna falla. Hópar manna æddu æpandi og óttaslegnir fram hjá honum, og á eftir þeim geisuðu englar hefndar og tortímingar, hávaxnir, fagrir álitum, en harðlegir á svip, í silfurbrynjum, á svörtum hestum, veifandi svip- um með mörgum ólum, fléttuðum úr hvítum eldingum. Máríuerlurnar bygðu og timbruðu allan daginn án afláts, og miðaði stórum verkinu. Heiðin var þýfð og þar var gnægð af stör, og vatnið var fult af sefi og reyr, svo þar var enginn hörg- ull á byggingarefni. Fuglarnir gáfu sér hvorki tóm til hádegis- sveftis né kveldverðar; eldheitir af ákafa og ánægju þutu þeir fram og aftur, og áður en kveld var komið, vóru þeir komnir næstum upp undir mæniásinn. Og eftir því sem á daginn leið, hafði einbúanum ósjálfrátt orðið að renna augunum oftar og oftar til þeirra. Hann tók eftir öllu, sem þeir höfðust að, hann fann að við þá, ef þeir báru sig klaufalega að, hann reiddist, þegar stormurinn bagaði þeim, og verst af öllu þótti honum, ef þeir keptust ekki við vinnuna. Svo gekk sólin til viðar, og fuglarnir gengu til hvildar, þar sem þeir vóru vanir að sofa inni í sefinu. Hver sá, er að kvöldi dags á leið yfir heiðina, ætti að beygja sig svo mikið, að hann verði í sjónhending með þúfnakollunum, og mun hann þá sjá einkennilega sýn bera við gegnt dagsljós- inu í vestri. Uglur með stóra kringlótta vængi flökta yfir móana,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.