Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 46
202 Ætlaði sér að ,fara á fjöll', fór sem bylur yfir mjöll. Dundi við í dverga höll, dýrin urðu lafhrædd öll. Atti hönd um ennið strauk, af honum bæði draup og rauk, skógayrmi féll og fauk framan í manninn þar að auk. Margt var dýra í mörkinni, mikið var þar landrými; fjölkvæni og fleirmenni fóstraði grúa af ungviði. Sól úr austri í suður fló, sendi kveðjur, brosti, hló; undir nónið yfir dró, æðimikla bliku-kló. Út í buskann Atti þaut, öndrum beitti, hvergi hnaut, álminn sveigði, örum skaut, ærna veiði um daginn hlaut. Atti lítt til sólar sá, sér ei heldur bliku þá; ekki fær hann augu grá íkornanum slitið frá. Bjór og safal’ veiða vann, vígamóður í nösum brann. Einn að lokum Atti fann íkorna, sem ginti hann. Allan daginn áttu leik, undan manni dýrið veik, vildi eigi verða að steik, vorelskur að björk og eik. íkorni er meðal-manns munnbiti, ef gætt er sanns, flestar gráar ,fjaðrir‘ hans, freistaði þannig bogskytans. Hvatur, eins og hugur manns, hafði í frammi glettu-dans uppi í laufgum eika krans, ögraði veiðni hálf-vitans. Grávörunnar gæða-fang geymdi Atti á skógarvang, íkorna, með örva-lang, eftir hélt og drýgði gang. Hljóp ’ann eins og hamstolinn, hentist innan um myrkviðinn. Undan leitar íkorninn, opinn var honum skógurinn. Áður batt hann afla-feng undir sleða-lás og keng. Villidýra út um eng æðir nú í blóð og spreng. Brá hann sér í bol á eik, bráðslunginn í feluleik; undan hverri öru veik, Atta bogalistin sveik. Atti fyrir oddinn dró örvarnar með fingur-ldó; álmur gall og örin fló, engin hæfði dýrið þó. Par sem vóru þéttust tré, þáði að skógargyðju hlé; íkorninn að henni hné, honum lét ’ún vernd í té.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.