Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 27
i»3
Var það bæbi fyrir eldri og yngri, og varð Stefán Ólafsson
nr. i af þeim eldri, en Ásg. Ásgeirsson af þeim yngri. Að
því loknu var þar og haldið kappsund fyrir stúlkur, 50 st. skeið,
og er það í fyrsta sinn, er konur hafa þreytt kappsund hér á
landi, svo að sögur fari af. Og hverjar mundu meyjarnar verið
hafa? Reykvíkingar mundu skjótt geta sér til hins rétta: úr Ung-
mennafélaginu »Iðunn«. Og þökk og heiður sé þessum hugprúðu
sundmeyjum, sem hér brutu ísinn, bæði fyrir það og svo margt
annab gott, sem þær hafa gert í þarfir líkamsmentunarinnar. fær
brutu þanti dag á bak aftur þann hégóma og fráleita hugsunar-
hátt margra áhorfenda, að ekki væri sæmandi fyrir stúlkur að
synda í augsýn karlmanna. Pað eitt fyrir sig sýnir, á hve lágu
stigi við enn stöndum með íþróttir vorar. En jafnframt sýnir það
og, hve fólk yfirleitt er hrætt bæði við sinn eigin líkama og
annarra manna. Og af hverju? Að mínu áliti af engu öðru en
því, að hann lítur ekki nógu vel út og er ekki nógu hreinn, —
er fallegastur, þegár hann er hulinn hjúpi klæðskerans og »stopp-
aður« eftir »móðnum«. En hitt hugsa menn minna um, þótt
þessi sami líkami sé kúldaður og kvalinn í þessum hjúp, og það
væri honum hollast og sælan mesta, að steypa sér í volgan sjó-
inn. En þetta skilja »Iðunnar«-stúlkurnar bezt allra kvenna hér á
landi, enda hafa þær sótt sundskálann með miklum áhuga á sumr-
in, þó oft hafi verið kalsi í veðrinu. Pað hefir hert þær og stælt,
eins og svo marga aðra, er þangað hafa sótt til böðunar. Og við
kappsundið gerðu þessar ungu stúlkur bæði sér og félagi sínu
hinn mesta sóma með dugnaði sínum, og urðu þannig öðrum ís-
lezkum meyjum stór fyrirmynd með framkomu sinni. En um leið
og vér tilfærum nöfn þessara sundmeyja, í sömu röð og þær
komu að markinu, skal þess getið, að þó að þessar meyjar hefðu
tekið sig saman um að sýna þarna sundlist sína, þá var það ekki
af því, að þær álitu sig miklum mun færari til þess en einhverjar
aðrar, heldur miklu fremur til þess, að af því yrði, að konur
tækju þátt í sundinu. Sundmeyjar þessar vóru: Svafa for-
steinsdóttir, Sigríður Porsteinsdóttir, Abelína Gunn-
arsdóttir og Sigurbjörg Ásbjarnardóttir, er vera mun á-
hugamesta íþróttamærin í »Iðunni«. Og mikla þökk á hún skilið
og allar þessar meyjar fyrir dugnaðinn og framkomu sína í hví-
vetna á íþróttabrautinni.