Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 34
190
ungum og gömlum, leikvangurinn nýi alþakinn fólki og fögnuði,
veifur á hverri stöng, og íslenzkur heilbrigðis- og hreystiblær
yfir öllu. Pað var líka verið að setja stærsta leikmótið, sem háð
hefir verið á Islandi alt frá landnámstíð — að því er oss er
kunnugt.
Með þessu leikmóti var stigið nýtt spor til að vekja dálæti
æskulýðsins á líkamsmentuninni, til að endurvekja hreystina í
landinu. Vér hlustum og hlustum, og heyrum knálegt og samstilt
fótatak —• og 'fram á völlinn stígur sjáleg fylking íþróttameyja.
5. U. M. F. IÐUNN SÝNIR I.EIKFIMI Á LEIKMÓTI U. M. F. ÍSLANDS
1911.
Það er s-íþróttafélagið Idunnt, sem er skjaldmær og valkyrja
leikmótsins. Pá kemur »Iþróttafélag Rvíkur«, »U. M. F. Rvíkur«,
»Fótboltafélag Rvíkur«, »Fótboltafélagið Fram« og svo margir í-
þróttamenn úr ýmsum félögum. Gengur fylkingin öll fram á miðj-
an leikvanginn, og er félögunum þar skipað í raðir andspænis
ræðupalli, sem reistur hefir verið fyrir miðju. Að því bunu stíga
fylkingarnar fram yfir völlinn og tiema staðar fyrir framan ræðu-
pallinn og heilsa með fánum sínum. Pá tók biskup til máls og
hélt snjalla ræðu, örvandi og hvetjandi, og að henni lokinni lék
lúðrasveit »Ó, guð vors lands«. Að því búnu gekk allur íþrótta-