Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 54
210 myndun krabbameinsemda, og séu meðverkandi orsakir að um- myndun frumlanna. Hið merkilegasta og einkennilegasta við krabbameinsfrumlur er hinn takmarkalausi kraftur þeirra til að æxlast og vaxa; og lífsþróttur þeirra virðist aukast við yfirflutning frá einu dýri til annars. Með þessum takmarkalausa vexti sínum og æxlunarkrafti aðgreina krabbameinsfrumlur sig aðallega frá eðlilegum líkams- frumlum. I smásjá eru krabbameinsfrumlur og hraustar frumlur mjög áþekkar útlits. Pað er ekki, eins og margir þó ætla, neitt hryllilegt við krabbamein í sjálfu sér, og hinar þéttskipuðu raðir þess af miljónum frumla, er menn sjá í smásjánni, hafa aðeins ógn og hættu í för með sér vegna ofvaxtar þeirra og tímgunar- magns. Náttúrlegar og heilbrigðar líkamsfrumlur vaxa aðeins hægt og á löngum tíma; gamlar frumlur eyðast og nýjar koma í staðinn. Ef allar frumlur líkamans héldu áfram að æxlast, mundu allir á skömmum tíma verða að risum. En mátunarlög- mál náttúrunnar heldur vexti þeirra í skefjum og innan ákveðinna takmarka. Aftur á móti virðast krabbameinsfrumlurnar brjóta þetta lögmál, gera uppreisn gegn öllum lögum og ekki viður- kenna neina hæfismátun gagnvart umheiminum; þær vaxa bara og æxlast hamslaust og stjórnlaust, en halda að nokkru leyti áfram starfa sínum (funktion). Krabbamein í konubrjósti fram- leiðir þannig einskonar mjólk, og krabbamein í hörundi hefir jafnan tilhneigingu til að verða hart og hornkent. Stundum hindr- ast hinn mikli vöxtur krabbameinsfrumlanna af þrýsting frá ná- grannalíffærunum; detta þá oftast fyr eða síöar sár á meinin, og seinna kemur svo sóttkveikja í sárin og þar af leiðandi ígerð og gröftur, svo að hinn stöðugi vöxtur hindrast. Þegar sjúkdómurr inn er kominn á svo hátt stig, er þess vanalega ekki langt að bíða að sjúklingurinn deyi, oft ekki beinlínis af sjálfri meinsemd- inni, heldur af fylgifiskum hennar, sóttkveikju og ígerð, og þeim eiturefnum, sem myndast í krabbameininu og flytjast með blóð- inu til allra líffæra líkamans. Hinn stjórnlausa oívöxt krabbameinsfrumla sýna dýratil- raunir seinni tíma bert og ljóslega, og þá einkum hinar merki- legu tilraunir og rannsóknir prófessors C. O. Jensens við land- búnaðarháskólann í Khöfn. Árið 1902 náði prófessor Jensen í hvíta mús, sem hafði krabbamein í brjósti. Hann skar það af og yfirflutti það á 100 heilbrigðar mýs, og sendi þær svo út um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.