Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 12
um mönnum, heldur en stuttklæddum, enda þótt litlir innviðir
séu undir síðhempunni. — Og svo er annað vandræði, sem dreg-
ur úr vexti og viðgangi alþýðunnar í landi voru: burtflutningur
fólksins úr landinu í fjarlæga heimsálfu. Pangað fara oft og tíðum
efnilegustu mennirnir og þeir, sem kjarkmestir eru og treysta sér
bezt til að ryðja sér til rúms í marklöndunum með Ólafi trételgju
og Braut-Önundi. feir unnu marklöndin milli Svíþjóðar og Noregs
fyrir iooo árum. En andi þeirra lifir enn í framtaksfúsum land-
námsmönnum.
En hinir mennirnir sitja heima, sem værukærari eru, — og
svo þeir menn, sem hugsa sér að lifa á þeim hvalfjörum, sem
fölsk ættjarðarást lætur greipar sópa. Þeir mættu þó missa sig.
Peim mönnum ætti að fækka, er telja alþýðu trú um þá fjarstæðu,
að 80,000 félausra manna geti varið landhelgi, sem er 800 mílur
á lengd, og bægt frá henni ásælnum veiðiþjófum. Pjóðin ber á
baki sínu yfir 300 embættismenn og kaupmenn, sem lifa mest-
megnis á vinnuþoli almennings og framleiðslu hans. Og þar á
ofan á þessi máttvana þjóð að vera fær um að fara með utan-
ríkismál fullvalda ríkis, svo langt sem farfuglar fljúga.
Pað væri æskilegt, að þjóðin okkar gæti verið fullvalda ríki,
eða lýðveldi. En til þess þarf meira en óskirnar einar og handa-
ganginn á pappírnum. Til þess þarf fjölmenni og fé, tíu sinnum,
tuttugu sinnum, þrjátíu sinnum og jafnvel sjötíu sinnum sjö sinn-
um fleira og meira en vér höfum á að skipa, Noregur er hérum-
bil 30 sinnum fólksfleiri en íslatid og 100 sinnum auðugri. Hann
á þar að auki hálfa eða heila miljón manna í Vesturheimi, sem
styrkir heimaþjóðina með fé og hugrekki. Og þó — þó skelfur
Noregur á beinunum og öll Norðurlönd nötra, þegar andi Péturs
mikla sveimar yfir 1000 vatna landinu, Finnlandi. Og öll Skan-
dínavía liggur með taugaóstyrk, þegar Friðrik mikli og Bismark,
járnkarlinn, spyrna í kistugafla sína suður í Germaníu.
Fáfnir liggur á gulli sínu í báðum þeim áttum og blæs eitr-
inu alla vega á lítilmagnana — smáríkin.
Munið þið eftir sögunni af Piðranda Síðu-Hallsyni, sem sagt
er að nornir vægju? Eg hélt í æsku, að hún væri skröksaga. En
nú sé ég, að hún er sönn.
Svo bar til, að veizla var haldin þar að Pvottá og boðið
margmenni til veizlunnar. Petta var haustboð, og Hallur var höfð-