Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 59

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 59
215 Á sumarmorguns sælustund. Á sumarmorguns sælustund hún sat í birkihlíðar lund, með ljóða kver á knjánum; og las með hrifnum huga þá, og hnigu tár, er enginn sá, af blíðrar meyjar bránum. í*á anganblær nam anda’ á fljóð og ypti blaði’, er var á ljóð, sem hjartað þýða hrærði; hann lék um brár með svalann sinn og svannans fagurrjóða kinn, og ljósa lokka bærði. Pá inti’ ’hún: »Var það andinn þinn, við árdagsblæinn samrunninn, þú, skáld! er lézt fyr löngu, sem núna hjá mér bærði blað, og blakti mínum vöngum að, er átti’ eg von á öngu? I hugann flaug svo næmt mér nú í náttúrunni að lifir þú, í öllu endurfundinn; og breiðir um það blæinn þinn, svo blárri lízt mér himininn, og grænni sumargrundin. Pú býr í ljósi, lit og hljóm, þú leikur kringum dala blóm og blessar blómgan viðinn. Hver lækur, sem um lautu fer, mér ljóðar enn með hreim frá þér, eins sætt, þó sértu liðinn.« Svo tjáði’—og hljóð varð brúð- ur blíð, en birkiþrestir sungu’ í hlíð og hýrt skein heiðsól bjarta; þá svanni reis úr sæti und meið og sneri á burt, og fól um leið hið kæra kver við hjarta. STGR. TH. Hreiðrið (Helgisaga). Eftir SELMU LAGERLÖF. Hattó einbúi stóð úti í eyðimörku. Hann var að biðjast fyr- ir. Stormur var á, og skeggið hans langa og hárið hans flókna þyrlaðist um hann eins og vindbarnir sinuflókar uppi á gömlum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.