Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 73
229
að halda, sem eru harla mismunandi að gæðum, t. d. ofhkol,
eimskipskol, gaskol, smtðakol o. s. frv. En þar sem nefndin einmitt
hefir samið við eiganda að kolanámum, er hætt við, að mest-
megnis verði otað að mönnum kolum úr þeim námum, og að
miklum erfiðleikum geti orðið bundið að fá jafnan þær tegundir
aðrar, sem menn þurfa á að halda. Petta kemur og fyllilega í
ljós í frumvarpi nefndarinnar, því samkvæmt því þarf einokunar-
kaupmaðurinn venjulega ekki að hafa nema eina kolategund til
sölu (Rosslyn Hartley kol eða önnur kol jöfn þeim að gæðum,
sem kvað vera allgóð ofnkol, en óbrúkleg sem eimskipskol). AU-
ar aðrar kolategundir er hann því aðeins skyldur að flytja, að
þær séu falaðar hjá honum fyrirfram og pöntunin komin á ein-
okunarskrifstofuna í Rvík fyrir I. júlí ár hvert. Er því svo að sjá,
sem ekki sé hægt að panta nema einu sinni á ári, en hve lengi
kaupmaðurinn má draga að afgreiða pöntunina, verður ekki séð.
Er það ekki dáindis þægilegt að tarna, að í hvert sinn sem menn
þurfa að fá sér mola af smíðakolum, t. d., þá verða menn að
panta þau frá Englandi með margra mánaða fyrirvara og árs-
forða í einu? Og ef nú aumingja smiðurinn, sem smíðakolin þarf,
er svo óheppinn, að eiga heima í Bolungavík, Hnífsdal eða Ólafs-
vík, þá verður hann að panta 150 smálestir, því minna er einok-
unarkaupmaðurinn ekki skyldugur til að flytja þangað í einu. Ögn
skár er hann settur, ef hann á heima á Svalbarðseyri, Hjalteyri,
Hrísey, Flatey eða Vík, því þá getur hann þó sloppið með að
taka 50 smálestir í einu, enda kynni það nú að reynast nægilegt
fyrir einn fátækan smið á voru landi íslandi! Og góð uppskip-
unartæki verður hann að hafa, og allir þeir, sem kol panta á
þessum stöðum, því þar verða kaupendurnir sjálfir að annast um
landflutning á sinn kostnað.
Einkennilegt er það við taxtann, að hann er ekki færanlegur
nema í aðra áttina. Upp á við eru honum engin takmörk sett;
verðið getur hækkað ótakmarkað, ef kolaverð hækkar erlendis
(eins og t. d. síðastliðinn vetur), eða ef hækkun verður á farm-
gjaldi, sem, eins og fyr var sýnt, er óumflýjanleg afleiðing af
einokuninni sjálfri. En niður á við er taxtinn ekki færanlegur;
hvað mikið sem kol kynnu að falla í verði erlendis, þá kemst
kolaverðið á Islandi aldrei niður úr 20—25 kr. á lélegri tegund-
unum. En á betri tegundunum á söluverðið að vera þeim mun
hærra, sem innkaupsverðið á þeim er hærra í hvert sinn á