Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 78
234 Rits j á. EINAR ARNÓRSSON: NÝ LÖGFRÆÐISLEG FORMÁLABÓK. Rvík 19x1. Kostnaðarm. Jóh. Jóhannesson. 4x5 bls. í'etta er einkar nytsöm bók, og má með sanni segja, að hún bæti úr harla tilfinnanlegri vöntun. Hin eldri Formálabók þeirra lands- höfðingja Magnúsar Stephensens og háyfirdómara L. E. Sveinbjörns- sons frá 1886, sem var ágætisrit á sinni tíð, er nú fyrir löngu upp- seld, enda var og gagngerð endurskoðun og endursamning á henni orðin bráðnauðsynleg, sökum þeirrar afarmiklu frjósemi, sem átt hefir sér stað í íslenzkri löggjöf síðan það rit kom út. Og að því er ég við lauslegan yfirlestur fæ séð, hefir prófessor Einar Arnórsson leyst þetta all-yfirgripsmikla starf sérlega vel af hendi. Framsetningin er ljós og auðskilin, frarnan við bókina er nákvæmt og einkar hentugt registur, svo að hver maður getur, með því að fletta upp 1 því, jafnan hæg- lega fundið það, sem hann þarf á að halda. Þó slík formálabók komi hvarvetna að góðu haldi, þá hlýtur hún þó sérstaklega að gera það í jafnstrjálbygðu landi og íslandi, þar sem allvíðast ekki er auðhlaupið að, að ná í lögfróðan ráðunaut, og al- þvðumenn til sveita verða því oftast að spila upp á eigin spýtur bæði fyrir dómstólunum og við samning á lögfræðislegum skjölum. En bók- in getur líka gert mikið gagn sem alment fræðslurit bæði í heima- húsum og í skólunum. í henni fær sem sé alþýðan í raun og veru einkar skemtilega og aðlaðandi framsetning á öllum þeim þegnfélags- eða borgaralegum rétti, sem nú gildir á Islandi, svo að hinir mörgu formálar, sem gripnir eru beint út úr hversdagslffi þjóðarinnar. verða eins og skýrandi og skemtandi myndir, sem dreift er innan um textann- KNUD BERLIN. EINAR ARNÓRSSON: ÍSLENZKUR KIRKJURÉTTUR. Rvík 1912. Bók þessi á erindi til margra, því hún kemur víða við. í henni er skýrt frá, hverjar réttarreglur gildi um alla andlegrar stéttar menn: biskup, vígslubiskupa, prófasta, presta og ennfremur meðhjálpara, safn- aðarfulltrúa o. fl., bæði réttindi þeirra og skyldur, launakjör sjálfra þeirra og ekkna þeirra, afstöðu þeirra til safnaðanna, embættisverk og mýmargt fleira. f*á er og um kirkjur og kirkjugarða og að lokum um utanþjóðkirkjutrúfélög. Er þar mikill fróðleikur saman komin, sem jafn- vel öllum almenningi er nauðsyn á að vita, og framsetningin svo skýr og ljós, að allir geta haft full not af bókinni, þótt alla þekkingu bresti á lögum yfirleitt. Aftan við er og góð efnisskrá í stafrofsröð, er eftir má finna þau atriði, sem menn í það og það sinn óska Sér fræðslu um. Hvort rétt sé með farið alt, sem frá er skýrt, brestur oss þekkingu tíl um að dæma, en því mun óhætt að gera ráð fyrir, þar sem höf. hefir oftar sýnt, að hann hefir allmikla vísinda-hæfileika. Búningurinn er dáindisgóður og prentvillur ekki margar, en þó nokkr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.