Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 69
225 svo bæta við þriðjag hlekknum — og svo náttúrlega einum og einum til áfram, jafnóðum og »tómhljóð yrði í skúffunni«. Nefndin leggur sem sé til, að lögleidd sé einokun á kolum, steinoliu og seinna meir á tbbaki, ef skýrslur, sem stjórnin á að útvega, sýni, að upp úr því megi hafa talsverða peninga. Ekki á þó landið sjálft að reka einokunarverzlunina og hafa þannig aðalhagnaðinn af henni, heldur á að selja einstaklingum einokunar- réttinn í hendur um 15 ára bil gegn ákveðnu gjaldi í landssjóð. Pegar sú leiðin er farin, skyldu menn nú ætla, að borgarar hins íslenzka þjóbfélags yrðu látnir sitja fyrir að fá þessi gróðavæn- legu réttindi. Ó, nei, öðru nær. Peim er ekki einu sinni gefinn nokkur kostur á að bjóða í þau, heldur hefir nefndin flýtt sér, sem mest mátti verða, að koma þessum feita bita út fyrir poll- inn, og þegar gert samning við erlendan auókýfing í öðru ríki um að selja honum einokunarréttinn á kolasölunni gegn árlegri þóknun í landssjóð, er nemi til jafnaðar um 2 kr. fyrir hverja smálest, sem seld er í landinu. Og engum öðrum en þessum eina manni hefir verið gefinn kostur á að bjóða í einokunarrétt- inn. Um einokun á steinolíunni hefir nefndin einnig verið að semja og gert heiðarlegar tilraunir til að koma henni líka í hend- ur útlendra auðkýfinga; en þeim samningum er ekki enn lokið, og er ráð fyrir gert, að þeim verði áfram haldið af þingi og stjórn, unz hlíta megi við helsið. Fyrsti hlekkurinn í einokunarfjötri nefndarinnar er þá kola- verzlunin. Hún ber' fyrst niður einmitt þar, sem flestum öðrum mundi síðast til hugar koma. Pví eins og allir vita, eru kolin afltaugin í öllum hinum helztu framförum. Að selja verzlun þeirra í einoliunar-hendur er því að vissu leyti sama sem að skera á hásinar þjóðarinnar, svo hún komist ekki úr sporunum. Kolin eru afltaugin í beztu samgöngufcerunum bæði á sjó og landi, bæði á eimskipum með ströndum fram og til útlanda, og til lestaferða á járnbrautum, þegar þær koma, sem bráðlega hlýtur að verða. En upp af bættum samgöngum spretta svo margar og margháttaðar framfarir, að líkja má við limar trjákrónu, sem hvíslast í allar áttir af einum stofni. Pá eru kolin afltaugin í þeirri grein fiskiveiða vorra, sem á- litlegust er og arðvænlegust, eimskiþaútgerðinm. Hún er enn hvítvoðungur að kalla, og þyrfti því góðrar aðhlynningar við, til að eflast og þroskast. En í stað nauðsynlegs stuðnings fær hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.