Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 69

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 69
225 svo bæta við þriðjag hlekknum — og svo náttúrlega einum og einum til áfram, jafnóðum og »tómhljóð yrði í skúffunni«. Nefndin leggur sem sé til, að lögleidd sé einokun á kolum, steinoliu og seinna meir á tbbaki, ef skýrslur, sem stjórnin á að útvega, sýni, að upp úr því megi hafa talsverða peninga. Ekki á þó landið sjálft að reka einokunarverzlunina og hafa þannig aðalhagnaðinn af henni, heldur á að selja einstaklingum einokunar- réttinn í hendur um 15 ára bil gegn ákveðnu gjaldi í landssjóð. Pegar sú leiðin er farin, skyldu menn nú ætla, að borgarar hins íslenzka þjóbfélags yrðu látnir sitja fyrir að fá þessi gróðavæn- legu réttindi. Ó, nei, öðru nær. Peim er ekki einu sinni gefinn nokkur kostur á að bjóða í þau, heldur hefir nefndin flýtt sér, sem mest mátti verða, að koma þessum feita bita út fyrir poll- inn, og þegar gert samning við erlendan auókýfing í öðru ríki um að selja honum einokunarréttinn á kolasölunni gegn árlegri þóknun í landssjóð, er nemi til jafnaðar um 2 kr. fyrir hverja smálest, sem seld er í landinu. Og engum öðrum en þessum eina manni hefir verið gefinn kostur á að bjóða í einokunarrétt- inn. Um einokun á steinolíunni hefir nefndin einnig verið að semja og gert heiðarlegar tilraunir til að koma henni líka í hend- ur útlendra auðkýfinga; en þeim samningum er ekki enn lokið, og er ráð fyrir gert, að þeim verði áfram haldið af þingi og stjórn, unz hlíta megi við helsið. Fyrsti hlekkurinn í einokunarfjötri nefndarinnar er þá kola- verzlunin. Hún ber' fyrst niður einmitt þar, sem flestum öðrum mundi síðast til hugar koma. Pví eins og allir vita, eru kolin afltaugin í öllum hinum helztu framförum. Að selja verzlun þeirra í einoliunar-hendur er því að vissu leyti sama sem að skera á hásinar þjóðarinnar, svo hún komist ekki úr sporunum. Kolin eru afltaugin í beztu samgöngufcerunum bæði á sjó og landi, bæði á eimskipum með ströndum fram og til útlanda, og til lestaferða á járnbrautum, þegar þær koma, sem bráðlega hlýtur að verða. En upp af bættum samgöngum spretta svo margar og margháttaðar framfarir, að líkja má við limar trjákrónu, sem hvíslast í allar áttir af einum stofni. Pá eru kolin afltaugin í þeirri grein fiskiveiða vorra, sem á- litlegust er og arðvænlegust, eimskiþaútgerðinm. Hún er enn hvítvoðungur að kalla, og þyrfti því góðrar aðhlynningar við, til að eflast og þroskast. En í stað nauðsynlegs stuðnings fær hún

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.