Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 45
201
EIN var þjóð á öldum fyr
ánauð beitt, en sat þó kyr.
fangað sigldi, í stála styr,
stefnivargur óska-byr.
Ljóðafuglinn litli minn
leggur að Gautum nefbroddinn;
landið það var, út og inn,
allra þjóða fótaskinn.
Greip til botns í Gauta sjóð
grimm og baldin víkingsþjóð;
þar sem hún með eldi óð
ýrði blóði á hverja glóð.
Hugró manna hrepti grönd,
hvar sem víking bar að stönd;
bændur gátu ei reist við rönd
ræningjum, sem brendu lönd.
Veittu Gautum víkingar
voðalegar búsifjar:
gerðu falda gersemar
grátnar bæði og svívirtar.
Yfir plægðri akurrein
eygló heitt á sumri skein. —
þar í landi heið og hrein
Heiðni átti bautastein.
Réði landi Rögnvaldur,
rýndi lögin Emundur.
Par var nærri, þjóðfrægur,
Porgnýr vitri lögmaður.
Bjó þar einnig Bölverkur,
Brynjúlfur og Pjóstúlfur, —
allur þeirra afspringur
okkur mundi kunnugur.
Hvar sem rosti brandinn ber,
bræðralag við rætur sker,
nema gikk, sem aleinn er,
ekki þarf í fiskiver.
d
Bar hinn dœlska Atta ól
einhver norn, sem kornið mól.
Hann varð snemma hrokafól,
heimskur maður og skrapatól.
Heima á bænum yfir óð
ærsla-strákur menn og fljóð;
hávær, málgur þreytti þjóð,
þar á ofan letiblóð.
Gerði sig að snerrusnáp,
snerilmenni og hrekkjakláp;
stigarán og dýradráp
drenginn vöndu á skógaráp.
Þessi skíða og boga-bör
bjó sig oft í veiðiför;
sollgefinn og erju-ör,
orðgífur og beit á vör.
Áfram heldur, þó að þras
þjóða glymji og heimamas,
ofar en lífsins argaþras,
árþúsunda tímaglas.
Pað var morgni einum á:
Atti neri svefn af brá;
út hann leit og eygló sá
yfir skóginn geislum strá.
Hékk á greinum bliknað blað,
blessuð sólin gylti það, —
Atti bjóst og stökk af stað,
stikaði, rann og söng og kvað.