Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 52
208 gert tilraunir á sjálfum sér og reynt að láta smá-krabbameinsbita vaxa undir hörundinu; en tilraunir þessar hepnuðust ekki, og eins fór með svipaðar tilraunir á dýrum. Á þessu hefir mikil breyting orðið á síðustu tímum, og mönnum hefir nú tekist að yfirflytja krabbamein á mýs og rott- ur og fleiri dýr. I hinum stóru og auðugu rannsóknarstofum í Evrópu og Ameríku nota menn nú þúsundir af músum og rott- um til vísindalegra ratinsókna á krabbameini, er hafa veikina á ýmsum stigum hennar. Ætla mætti, að þessi veslings tilraunadýr þjáðust mikið í þarfir vísindanna, en svo virðist þó ekki vera. Mýsnar haga sér náttúrlega, leika sér í klefum sínum, éta græðgis- lega og hlaupa og stökkva innan um búrin, alveg eins fjörlega og heilhrigðar mýs. Rottur og mýs fæða og unga og annast þá, þótt þær hafi stór krabbameinsæxli. Við nákvætnari athugun má sjá, að þetta er ekki svo undarlegt, því að jafnvel menn þjást oft mjög lítið fyr en á síðustu stigum krabbameinsins, og þján- ingarnar geta oft verið nauðalitlar alt fram í andlátið. En af til- raunadýrunum eru flest drepin, áður en sjúkdómurinn er orðinn svo magnaður, að sár séu dottin á æxlin; en þá fara krabba- meinssjúklingar vanalega fyrst að taka mikið út. Pað má því með fullkominni vissu staðhæfa, að dýratilraunir þessar séu engin þrælameðferð eða skepnuníðsla, eins og oft hefir verið haldið fram. Pað var amerískur vísindamaður, prófessor Loeb frá Pensyl- vaníu, sem fyrstum manna tókst að yfirflytja krabbamein frá sjúkri rottu á hraustar. Seinna hafa svipaðar tilraunir hepnast bezt á músum, einkum á hvítum músum; yfirflutningurinn getur þó ekki átt sér stað nema milli dýra af sömu tegund, en tekst aftur aldrei milli fjarskyldari dýra. Prófessor Loeb hefir einnig gert margvíslegar tilraunir og rannsóknir viðvíkjandi vexti og vaxtaraðferð krabbameins. Hann tók litla krabbameinsbita og lét þá vaxa undir húð tilraunadýrs- ins, og athugaði svo nákvæmlega, hvað úr varð bitunum, og komst að raun um, að þeir urðu aldrei valdandi neinna nýrra meinsemda í holdi dýrsins, en einmitt sá bitinn, sem hann hafði yfirflutt, dafnaði og óx í hinum nýja jarðvegi, ef svo má að orði kveða. Við smásjárannsóknir á hinum yfirfluttu krabbameinsbitum sá hann, að miðhluti þeirra dó af kolbrandi, en út við rendurnar, þar sem þeir lágu upp við frumlur tilraunadýrsins, hélzt lífið við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.