Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 75
231 síður geta hent ísland, ef svo óviturlega er í garðinn búið, sem hér er til stofnað. Jón boli er ekkert lamb að leika sér við, og því ekki vert að gefa honum meira fang á sér, en full nauðsyn krefur. Nefndin leggur til að lögleiða nú þegar einokun á kolum og steinolíu og undirbúa einokun á tóbaki. En dettur nokkrum manni í hug, að hér verði látið staðar numið, ef einu sinni er lagt út á þá brautina, að afla landssjóði tekna á þennan hátt? Auðvitað líður ekki á löngu, áður en nauðsynlegt verður að útvega lands- sjóði enn meiri tekjur, því þar sem um einhverjar framfarir er að ræða, hljóta líka útgjaldakröfurnar að fara sívaxandi. En ef stjórn landsins einu sinni er komin á einokunarspenann, þá er hætt við, að hún reyni að fá hann til að mjólka betur, og grípi þá til fleiri vörutegunda, til að bæta með fóðrið. Pað er svo brotalítið og handhægt, að auka tekjur landsins á þann hátt, og ekki víst, að ætíð sitji í stjórnarsæti öllu meiri hugvitsmenn eða hagspek- ingar, en nú sátu í einokunarnefndintii, sem tekin var líka að geifla á saltinu. Hér væri því lagt út á flughála skriðbraut, sem enginn sér fyrir endann á, en sem augsýnilega stefnir í áttina til glötunar á því dýrasta hnossi, sem (slenzka þjóðin á til í eigu sinni: verzlunarfrelsinu. Jón Sigurðsson skoðaði verzlunarfrelsið sem undirstöðu og lykil alls annars, bæði stjórnfrelsis og allra annarra framfara (MJS. 114). Og í einni af ritgerðum sínum um verzlun Islendinga segir hann: »Allir þeir, sem ritað hafa um verzlun á Islandi frá því 1770 og til aldamótanna, hafa verið samdóma um, að einokunar- verzlunin hafi komið íslandi á nátrén, og meðan henni linti ekki, væri engrar viðreisnar von« (NF. III, 5—6). Og á öðrum stað í sömu ritgerð segir hann: »Ef til Islands er litið, þá er það margkunnugt, og ekki dregið í hlé af neinum, að landið sé hart og gæðalítið og fátækt sem stendur; og víst er það, að margar nauðsynjar vantar landið, og verður að fá annarstaðar að, t. d. járn og steinkol, kornvöru og við að miklu leyti. Þar við bætist, að landið liggur norðarliga og fjærri öðrum lönd- um og verzlun Norðurálfunnar. En þegar aftur er sannað og alkunn- ugt, að þegar verzlanin var fijáls í fornöld, þá var landið í mestum blóma, og var þó kunnátta, handiðnir og skipakostur og aðdrættir til sjávar allir margfalt minni meðal þjóðanna, en nú er; þegar al- kunnugt er og af öllum játað, að einokunar-verzlanin hafi drepið nið- ur fólk og fé, og við því búið að hún eyddi landið; þegar reynslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.