Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 19
175 Ástin er sprottin af tilfinning þess, að maðurinn sé ekki sjálf- um sér nógur, að það þurfi að sameinast hinum þætti mannkyns- ins; verði það ekki, þá er einhver söknuður, sem ekkert fær sef- að til fulls. Lífið stígur í hverjum einstakling aðeins eitt stutt spor; með hverjum einum er gerð einhver tilraun, sem mistekst, af því að einstaklingurinn eldist og hrörnar og deyr. Pessvegna er tilraunin gerð aftur og aftur, svo að betur verði stefnt að ein- hverju takmarki. sem óefað er til. Einstaklingnum finst hann vera heill heimur og að heill heimur farist með sér, heill heimur, sem vill ekki farast. Maðurinn ferst og konan ferst, en maður og kona farast ekki. Eða eins og heimspekingurinn Kant segir svo fagur- lega: Erst Mann uncL Weib machen den Menschen aus. Menn lifa í niðjum sínum, þó að þeir viti ekki af því, þó að þeir hafi ekki vitað af því hingaðtil, og langt muni að bíða þangað til menn vita af því. En ég held helzt, að einhverntíma muni þar koma, að menn rakni við í niðjum sínum; á einhverri fjarlægri framtíðaröld mun verða eins og menn vakni af svefni, einhverjir fjarlægir niðjar muna alt, sem komið hefir fyrir forfeður þeirra; ef til vill verður þetta smátt og smátt, en á endanum mun þó fara svo, að það, sem var í hugum allra fyrirfarandi kynslóða, verður í hug einnar. Pá hefði dauðinn aðeins verið nokkurskonar sjónhverfing, þá væri það satt, að nokkurskonar upprisa holdsins ætti sér stað. Petta er sagt eftir margra ára umhugsun um þessi efni, og það var athugun í náttúruvísindum, sem fyrst kom þess- um hugleiðingum á stað. Ef til vill sér einhver, að hér ræðir um efni, er má byggja á nýja heimspeki, sem á endanum mundi hafa hin mestu áhrif á alt mannlíf. En hér er efni í heilar bækur. II. Ég býst við að þeir, sem annars veita því nokkra eftirtekt, sem ritað er í fyrri kaflanum, muni telja það þýðingarlausan heila- spuna, flestir. En hitt skilst sjálfsagt fleirum nú orðið, að skilningur á eðli ástarinnar muni eiga heima í heimspekinni; og þó var sú tíðin, að jafnvel annar eins stórvitringur eins og Schopenhauer þóttist þurfa að afsaka, að hann ritar um ást í heimspeki sinni og minn- ist á brjóst og mjaðmir á kvenfólki. En annars er ekki enn þá auðið að rita um þessi efni, svo vel sé; menn eru svo siðsamir, eða réttara sagt ósiðlegir; þeim er ekki heilagt ýmislegt, sem 2'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.