Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 19

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 19
175 Ástin er sprottin af tilfinning þess, að maðurinn sé ekki sjálf- um sér nógur, að það þurfi að sameinast hinum þætti mannkyns- ins; verði það ekki, þá er einhver söknuður, sem ekkert fær sef- að til fulls. Lífið stígur í hverjum einstakling aðeins eitt stutt spor; með hverjum einum er gerð einhver tilraun, sem mistekst, af því að einstaklingurinn eldist og hrörnar og deyr. Pessvegna er tilraunin gerð aftur og aftur, svo að betur verði stefnt að ein- hverju takmarki. sem óefað er til. Einstaklingnum finst hann vera heill heimur og að heill heimur farist með sér, heill heimur, sem vill ekki farast. Maðurinn ferst og konan ferst, en maður og kona farast ekki. Eða eins og heimspekingurinn Kant segir svo fagur- lega: Erst Mann uncL Weib machen den Menschen aus. Menn lifa í niðjum sínum, þó að þeir viti ekki af því, þó að þeir hafi ekki vitað af því hingaðtil, og langt muni að bíða þangað til menn vita af því. En ég held helzt, að einhverntíma muni þar koma, að menn rakni við í niðjum sínum; á einhverri fjarlægri framtíðaröld mun verða eins og menn vakni af svefni, einhverjir fjarlægir niðjar muna alt, sem komið hefir fyrir forfeður þeirra; ef til vill verður þetta smátt og smátt, en á endanum mun þó fara svo, að það, sem var í hugum allra fyrirfarandi kynslóða, verður í hug einnar. Pá hefði dauðinn aðeins verið nokkurskonar sjónhverfing, þá væri það satt, að nokkurskonar upprisa holdsins ætti sér stað. Petta er sagt eftir margra ára umhugsun um þessi efni, og það var athugun í náttúruvísindum, sem fyrst kom þess- um hugleiðingum á stað. Ef til vill sér einhver, að hér ræðir um efni, er má byggja á nýja heimspeki, sem á endanum mundi hafa hin mestu áhrif á alt mannlíf. En hér er efni í heilar bækur. II. Ég býst við að þeir, sem annars veita því nokkra eftirtekt, sem ritað er í fyrri kaflanum, muni telja það þýðingarlausan heila- spuna, flestir. En hitt skilst sjálfsagt fleirum nú orðið, að skilningur á eðli ástarinnar muni eiga heima í heimspekinni; og þó var sú tíðin, að jafnvel annar eins stórvitringur eins og Schopenhauer þóttist þurfa að afsaka, að hann ritar um ást í heimspeki sinni og minn- ist á brjóst og mjaðmir á kvenfólki. En annars er ekki enn þá auðið að rita um þessi efni, svo vel sé; menn eru svo siðsamir, eða réttara sagt ósiðlegir; þeim er ekki heilagt ýmislegt, sem 2'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.