Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 32
188 skíðabrautin. Petta verk hafa félagsmenn úr báðum félögunum afrekað í frístundum sínum, mest á sunnudagsmorgnana og eftir vinnu á kvöldin á vorin og sumrin. Er þessu mikla verki nú að mestu leyti lokið, svo að nú er þar fögur grasbrekka með skógar- hríslum til beggja handa, er áður var grjót og urð og öllum ó- gengt. En nú er þessi staður notaður fyrir skíðabraut og sleða, jafnskjótt og snjóa leggur á jörð. Munu þar, er stundir líða, verða skemtilegir vetrardagar fyrir unga og gamla, og unun má það vera fyrir félögin, að hugsa til þess tíma, er bæjarbúar safnast þarna saman á vetrarkveldin með skíði sín og sleða, til þess að hressa sig eftir dagstritið með heilnæmum hreyfingum í tungls- ljósinu. Pað er einmitt þetta, sem efst ríkir í huga allra starfandi Ungmennafélaga, að reyna að afreka eitthvað gott, ekki einungis fyrir samtíð sína, heldur og fyrir komandi kynslóðir. Og þetta mun koma því betur í ljós, sem starfskraftarnir aukast, og fræj- unum, sem nú er sáð, vex afl og þroski. LEIKMÓTIÐ 1911. Til þessa leikmóts var fyrst hugsað 1907, þá er þing Ungmennafélaganna var haldið á Pingvöllum, og var þá nánast fyrirhugað, að þetta leikmót skyldi þar háð. En svo íhugaði nefndin og sambandsstjórnin málið, og sáu þá brátt, að þetta mundi með öllu ótiltækilegt alls vegna, og sérstaklega af því, aö hluttaka í íþróttunum yrði þar svo sem engin, en al- menn hluttaka þó einmitt lífsskilyrði hvers leikmóts, og það annað, að íþróttirnar yrðu þreyttar á notandi leikvangi; en slíkur leik- vangur ekki til á öllu landinu. Petta fann allur íþróttalýður Rvík- ur, og, tóku því öll íþróttafélög bæjarins sig saman um að stofna samband sín á milli, til þess að ráða hér á bætur. Var þá fyrir forgöngu »Skautafélags Rvíkur« stofnað Iþróttasambancl Rvíkur af 6 íþróttafélögum alls, og ásetti sambandiö sér að beitast af alefli fyrir, að koma upp leikvangi á Melunum, er nota mætti til skautahlaupa á vetrum, en almennra íþróttaiðkana á sumrin. En með því ekkert fé var fyrir hendi, en kostnaðurinn við fyrirtækið mikill (um 10,000 kr.), varð að taka lán og leita aðstoðar almenn- ings meö ábyrgðir og bakábyrgðir. Fékk sú málaleitun góðar undirtektir, og urðu margir borgarar í Rvík til þess, að taka að sér slíkar ábyrgðir. Og þótt upphæðir þær, er þeir skrifuðu sig fyrir, væru ekki tiltakanlega háar, þá urðu svo margir til að hlaupa hér undir bagga, að nægilegt fé fékst. Sérstaklega getur sambandið þakkað þetta einum landa vorum, sem búsettur er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.