Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 47
203 Gyöjan brá upp huliðshjálm, haldkvæmari bæn og sálm. Flaug þá vilt af Atta álm örin — niður í lauf og hálm. Hafði gyðjan hér og þar hlynt að dýri, er lítið var, bar honum, þegar vorað var, viðarbrum og skógarbar. Hann tók oft úr hennar knjám hneturnar — á fínum tám göngull eftir greina rám götu, sem er ætluð fám. Versnar þá um veiðiföng, vígaörin tómhljóð söng. Hríðarmolla hala-löng huldi dýr í skógar þröng. Atti gapti og horfði hátt, honum varð nú ráðafátt. Veiðisnápur lýtur látt: liggur úti þessa nátt. Margur hafði útveg ent í þeim skógi — dauða kent, næsta marga nái fent, nöfnin komið fá á prent. Henni var ’ann hugþekkur, harla lengi samrýmdur; aldrei verið útlægur, árþúsunda trjávörður. Atta, þessum ódæla, opinmynta gapuxa, vill ei gyðjan vor-fagra veita færi á íkorna. Stigamenn í kalda kör kaupmenn lögðu í skógarför; þar fékk margur und og ör, og að lokum rauða skör. Nú kom upp í fluga-ferð föl og skinin svipa-mergð, eins og væri aðför gerð, að honum skóku nakin sverð. Hlaupabeit um hnotviðinn honum veitti skógdísin; enn vill hún að akörnin yltu niður í fjörbelginn. Hans á bandi hún var öll, hugði Atta sneypu-föll; seinast upp í sólar-höll sendi eftir Drífu og Mjöll. Par var hóíið mundangs mjótt, maðurinn hafði langt til sótt; finnur nú, að förlar þrótt, fer að hríða og dimrna af nótt. Varð í skógi voða-nátt: vargar þutu grimt og hátt, gögguðu tóur, læddust látt; land og himinn — alt var grátt Uglur vældu unnvörpum inn í holu bolunum; vóru í gömlu viðunum vábrestir af reimleikum. Drífan féll og dyngdi sér, drifhvít verður björkin hver, þvílíkt var, sem þar og hér þögul vofa stæði ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.