Eimreiðin - 01.09.1912, Page 47
203
Gyöjan brá upp huliðshjálm,
haldkvæmari bæn og sálm.
Flaug þá vilt af Atta álm
örin — niður í lauf og hálm.
Hafði gyðjan hér og þar
hlynt að dýri, er lítið var,
bar honum, þegar vorað var,
viðarbrum og skógarbar.
Hann tók oft úr hennar knjám
hneturnar — á fínum tám
göngull eftir greina rám
götu, sem er ætluð fám.
Versnar þá um veiðiföng,
vígaörin tómhljóð söng.
Hríðarmolla hala-löng
huldi dýr í skógar þröng.
Atti gapti og horfði hátt,
honum varð nú ráðafátt.
Veiðisnápur lýtur látt:
liggur úti þessa nátt.
Margur hafði útveg ent
í þeim skógi — dauða kent,
næsta marga nái fent,
nöfnin komið fá á prent.
Henni var ’ann hugþekkur,
harla lengi samrýmdur;
aldrei verið útlægur,
árþúsunda trjávörður.
Atta, þessum ódæla,
opinmynta gapuxa,
vill ei gyðjan vor-fagra
veita færi á íkorna.
Stigamenn í kalda kör
kaupmenn lögðu í skógarför;
þar fékk margur und og ör,
og að lokum rauða skör.
Nú kom upp í fluga-ferð
föl og skinin svipa-mergð,
eins og væri aðför gerð,
að honum skóku nakin sverð.
Hlaupabeit um hnotviðinn
honum veitti skógdísin;
enn vill hún að akörnin
yltu niður í fjörbelginn.
Hans á bandi hún var öll,
hugði Atta sneypu-föll;
seinast upp í sólar-höll
sendi eftir Drífu og Mjöll.
Par var hóíið mundangs mjótt,
maðurinn hafði langt til sótt;
finnur nú, að förlar þrótt,
fer að hríða og dimrna af nótt.
Varð í skógi voða-nátt:
vargar þutu grimt og hátt,
gögguðu tóur, læddust látt;
land og himinn — alt var grátt
Uglur vældu unnvörpum
inn í holu bolunum;
vóru í gömlu viðunum
vábrestir af reimleikum.
Drífan féll og dyngdi sér,
drifhvít verður björkin hver,
þvílíkt var, sem þar og hér
þögul vofa stæði ber.