Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 43
\99
undirlendisis 1911. Sýndi þaö sig hér sem oftar, hve mikils æf-
ingin má sín, því Bjarni hafði um veturinn stundað glímur í Rvík
af miklu kappi, en skæðustu keppinautar hans ekki haft jafnmik-
inn áhuga á æfingum og hann. En slík leikmót sem þessi eiga
þó aðeins að vera einskonar íþróttapróf, til þess að komast að,
hve mikil framförin hefir orðið frá einu leikmóti til annars. Eng-
in veit, hver beztur verður, fyr en á hólminn er komið, en hver
íþróttamaður á jafnan að gera ráð fyrir, að annar kunni honum
fremri að vera, en hugsa sér þó jafnframt að reyna að verða
enn fremri. Og þó nú ekki hepnist að sigra í 2., 4., eða 6. sinn,
þá að reyna í 7. sinn, og þá mun það að lokum takast, því
»þolinmæðin þrautir vinnur allar«.
Pví verður ekki neitað, að íþróttalíf vort er enn á mjög lágu
stigi. En það er að blómgast og við megum ekki vera of þröng-
sýnir. Árin líða og menn vaxa, viljinn eykst og virðingin fyrir í-
þróttunum og ástin til þeirra vex líka með ári hverju. Kellinga-
bækurnar gömlu um ofreynslu og óþarfa áreynslu utan vinnunnar
verða á bál bornar, enda mega þær missa sig, því þeim er það
ekki hvað sízt að kenna, að við nú stöndum nágrannaþjóðum
vorum á baki í hreysti og manndáð. En svo má það ekki lengur
til ganga, og þeir, sem vilja þjóðinni vel, verða því að gera alt,
sem þeir geta, til að glæða þann íþróttavísi, sem nú hefir skap-
ast af völdum Ungmennafélagshreyfingarinnar um land alt. Mark-
ið verður að vera, að gera alla syni og dætur Fjallkonunnar að
hraustum og tápmiklum mönnum. Og vegurinn til þess er auð-
sær og enganveginn ókleifur. Fyrsta sporið er að hugsa ofurlítið
fyrir, hvernig forðast megi vanheilsu og vesalmensku, og þá mun
loftið, vatnið og sólin skjótt verða sá eldstólpinn, sem veginn
vísar inn í fyrheitna landið, þar sem hreystin og gleðin og fram-
kvæmdarþrekið skipa hásætið. Og þegar svo synir okkar og
dætur taka þetta land að erfðum, þá munu þeir og þær blessa
minningu vora og heitstrengja að glata ekki arfinum, heldur halda
enn lengra í sama horfið. Og þá getum við reitt okkur á, að Is-
land á fagra framtíð fyrir höndum.