Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 43
\99 undirlendisis 1911. Sýndi þaö sig hér sem oftar, hve mikils æf- ingin má sín, því Bjarni hafði um veturinn stundað glímur í Rvík af miklu kappi, en skæðustu keppinautar hans ekki haft jafnmik- inn áhuga á æfingum og hann. En slík leikmót sem þessi eiga þó aðeins að vera einskonar íþróttapróf, til þess að komast að, hve mikil framförin hefir orðið frá einu leikmóti til annars. Eng- in veit, hver beztur verður, fyr en á hólminn er komið, en hver íþróttamaður á jafnan að gera ráð fyrir, að annar kunni honum fremri að vera, en hugsa sér þó jafnframt að reyna að verða enn fremri. Og þó nú ekki hepnist að sigra í 2., 4., eða 6. sinn, þá að reyna í 7. sinn, og þá mun það að lokum takast, því »þolinmæðin þrautir vinnur allar«. Pví verður ekki neitað, að íþróttalíf vort er enn á mjög lágu stigi. En það er að blómgast og við megum ekki vera of þröng- sýnir. Árin líða og menn vaxa, viljinn eykst og virðingin fyrir í- þróttunum og ástin til þeirra vex líka með ári hverju. Kellinga- bækurnar gömlu um ofreynslu og óþarfa áreynslu utan vinnunnar verða á bál bornar, enda mega þær missa sig, því þeim er það ekki hvað sízt að kenna, að við nú stöndum nágrannaþjóðum vorum á baki í hreysti og manndáð. En svo má það ekki lengur til ganga, og þeir, sem vilja þjóðinni vel, verða því að gera alt, sem þeir geta, til að glæða þann íþróttavísi, sem nú hefir skap- ast af völdum Ungmennafélagshreyfingarinnar um land alt. Mark- ið verður að vera, að gera alla syni og dætur Fjallkonunnar að hraustum og tápmiklum mönnum. Og vegurinn til þess er auð- sær og enganveginn ókleifur. Fyrsta sporið er að hugsa ofurlítið fyrir, hvernig forðast megi vanheilsu og vesalmensku, og þá mun loftið, vatnið og sólin skjótt verða sá eldstólpinn, sem veginn vísar inn í fyrheitna landið, þar sem hreystin og gleðin og fram- kvæmdarþrekið skipa hásætið. Og þegar svo synir okkar og dætur taka þetta land að erfðum, þá munu þeir og þær blessa minningu vora og heitstrengja að glata ekki arfinum, heldur halda enn lengra í sama horfið. Og þá getum við reitt okkur á, að Is- land á fagra framtíð fyrir höndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.