Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 46

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 46
202 Ætlaði sér að ,fara á fjöll', fór sem bylur yfir mjöll. Dundi við í dverga höll, dýrin urðu lafhrædd öll. Atti hönd um ennið strauk, af honum bæði draup og rauk, skógayrmi féll og fauk framan í manninn þar að auk. Margt var dýra í mörkinni, mikið var þar landrými; fjölkvæni og fleirmenni fóstraði grúa af ungviði. Sól úr austri í suður fló, sendi kveðjur, brosti, hló; undir nónið yfir dró, æðimikla bliku-kló. Út í buskann Atti þaut, öndrum beitti, hvergi hnaut, álminn sveigði, örum skaut, ærna veiði um daginn hlaut. Atti lítt til sólar sá, sér ei heldur bliku þá; ekki fær hann augu grá íkornanum slitið frá. Bjór og safal’ veiða vann, vígamóður í nösum brann. Einn að lokum Atti fann íkorna, sem ginti hann. Allan daginn áttu leik, undan manni dýrið veik, vildi eigi verða að steik, vorelskur að björk og eik. íkorni er meðal-manns munnbiti, ef gætt er sanns, flestar gráar ,fjaðrir‘ hans, freistaði þannig bogskytans. Hvatur, eins og hugur manns, hafði í frammi glettu-dans uppi í laufgum eika krans, ögraði veiðni hálf-vitans. Grávörunnar gæða-fang geymdi Atti á skógarvang, íkorna, með örva-lang, eftir hélt og drýgði gang. Hljóp ’ann eins og hamstolinn, hentist innan um myrkviðinn. Undan leitar íkorninn, opinn var honum skógurinn. Áður batt hann afla-feng undir sleða-lás og keng. Villidýra út um eng æðir nú í blóð og spreng. Brá hann sér í bol á eik, bráðslunginn í feluleik; undan hverri öru veik, Atta bogalistin sveik. Atti fyrir oddinn dró örvarnar með fingur-ldó; álmur gall og örin fló, engin hæfði dýrið þó. Par sem vóru þéttust tré, þáði að skógargyðju hlé; íkorninn að henni hné, honum lét ’ún vernd í té.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.