Eimreiðin - 01.09.1913, Page 12
164
Ég hefi nú drepið á landgæðin okkar, sem svo eru kölluð.
En ekki er sjávargagnið minna. Aflaskýrslurnar sýna þorskmergð-
ina, sem gengur að landinu, og er þó ótalin veiði erlendra á-
gangsmanna. Og það er af síldinni að segja, að hún gengur svo
mikil að Norðurlandi hvert sumar, að nálega krapar allan sjó af
síldarmergðinni vestan frá Horni og austur að Langanesi. Gæti
landið notið gæðatina, sem það ber í skauti sínu og alls þess
sjávargagns, sem til er og að skreið mætti verða, mundi miljón
manna geta lifað hér við góð kjör. Og ekki ætti Heimskringlu-
maðurinn að bregða okkur um þrekleysi og viljaskort, þó að vér
búum ekki á landi voru og fiskimiðum með svo útfærðum kvíum,
sem verið gæti. — Meðan Kanada, sem er mannveiðaþjóð og
lifir á aðflutningi, er ekki búin að nema lönd sín nema til hálfs
og á eftir að færa út sínar kvíar norður um lönd og höf Húð-
sonsflóa, situr það ekki á veiðimanninum, að kasta til okkar
hanzka sínum og láta steina vera í vetlingstotunni og þumlunum.
Éess var getið í blöðunum síðastl. sumar, að svo margir
menn hafi þá flutt sig búferlum vestur um haf, að nema mundi
þeirri tölu útflytjenda samanlagðri, sem farið hefir 4—5 árin þar
á undan.
Hamingjan fylgi löndum mínum, hvert sem þeir fara, og láti
vonir þeirra lifa. Ég segi ekki rætast, því að vonirnar rætast aldrei
að öllu leyti, og er ekki til neins að óska þess. En manninum
er altaf lífvænt, meðan vonirnar lifa í brjósti hans. Og þegar um
vesturfara héðan úr landi er að ræða, þarf ekki að bera kvíð-
boga fyrir þeim. Peir eiga vísan faðm frænda og vina, útbreiddan
faðm og framréttar hjálparhendur. Það hefir reynslan sýnt, síðan
þeir komust yfir frumbyggjatorfærurnar.
Og víst er það líklegt, að sæmdin sé framundan sumum
þeirra, þvílíkan frama sem landar vorir, þó nokkuð margir, hafa
hrept vestur frá, bæði á framkvæmdasviðinu og á mentaveginum.
— En því meiri líkur, sem til þess eru, að þeir verði landinu að
gagni og sóma, — sem þeir flytja til — því meiri skaði er ætt-
jörðinni að fráhvarfi þeirra.
Um það tjáir nú ekki að fást.
— En framsækni og manndáð landa vorra, sem gerir þá nafn-
kunna í Vesturheimi, vekur upp í huga mínum eina spurningu, og