Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 51

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 51
203 tiorður yfir Öxnadalsheiði mætum við þar kynlegri sjón; því þar er hinn frægi amtmaður eins og seztur í sæti hins illræmda Bólu- skálds og farinn að setja aftur sál og merg í vísnaglens héraðs- ins. Par var Bjarni sjálfur kominn í hópinn alþýðuskáldanna, og stóð þar jafnt að vígi þeim Jóni gamla á Bægisá og Bólu- Hjálmari, enda gaf hvorugum eftir, ef honum tókst upp. Er nóg að nefna vísuna: Mörður týndi tönnum, til það kom af því, hann beit í bak á mönnum, svo beini festi í; eða vísuna: Svíns er jafnan raustin rám, rymur í drykkjuhundi; þó er gemlan eftir ein, það er in hola höggormstönn, helzt er vinnur mein. heilagan ég held hann Glám hjá honum Birni í Lundi. En margar aðrar skrítlur Bjarna eru léttmeti, því braglistarmaður mikill var hann ekki. En ef hærra var flogið eða dýpra grafið, skorti hina alt á við hann. Að öðru leyti naut Bjarna stutta stund í Eyjafirði, og varð því starfsemi hans og hærri áhrif enda- sleppari en ella mundi. Um þær mundir voru Þingeyingar byrjaðir að kveðast á, mengað og ófínt flest, en vel kveðið og gáfulegt, eins og títt er í þeirri sýslu. Svæsnastur þar nyrðra þótti Gísli bóndi í Skörð- mn, faðir Arngríms málara. Eftir Gísla er þessi staka við keppi- naut hans í kveðskapnum, Jakob á Breiðumýri, er ríða skyldi suður á Bjóðfundinn 1851: Hrokinn tryllir galinn glóp, ef þú ei fyllir þrælahóp, góðra hylli vikinn; þá er jeg illa svikinn. Um Húsavíkur-Jóhnsen kvað hann: Burtu hrókur flýði flár, En þó að klókur þerði brár, forláts tók á bænum; það voru krókódíla-tár. Og við Þorlák bónda (heiðarlegasta mann) kvað Gísli: Bað mig grunar, Porlákur, að hjá þér uni ættgengur þó þrotni spuninn ljóða, æru og muna þjófnaður. Viðskiftum þeirra Björns í Lundi, Jakobs d Breiðumýri (»Kobba á Hamri«), svo og Eyfirðinganna, Ara Scemundssonar og annarra við Bjarna amtmann skulum við sleppa hér. En ýmsa fleiri vel hagorða menn í Eyjafirði og Pingeyjarsýslu mætti enn nefna, ef rúmið og tíminn leyfði, svo sem Tómas á Skdldstöðum, er kvað um reyniviðarsöguna á undan Gísla Brynjúlfssyni; Árni d Stekkj- 14’

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.