Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 1
Sumarauki.
1. VEÐRÁTTAN ÍSLENZKA.
Island er ekki nema io breiddarstigum norðar en Danmörk;
samt er munurinn á loftslagi svo mikill, að hrafninn, sem á Islandi
ekki verpir fyr en á krossmessu, verpir í Danmörku þegar í byrj-
un marzmánaðar, eða jafnvel í febrúarlok. Auðvitað er háttalag
hrafnsins enginn algildur mælikvarði, en þetta dæmi sýnir þó
vel, hve miklu blíðari veðuráttu Danir eiga við að búa, en Islending-
ar. Pað er þó ekki svo, að vetrarkuldinn sé svo óviðjafnanlega mik-
ill á íslandi, heldur er það hitt, hve sumarið er stutt og sumar-
veðrið stopult, sem mestum vanþrifum veldur á jurtagróðri lands-
ins. Þarf varla að taka fram, hve næstum ómetanlega mikilsvert
það væri fyrir landbúnaðinn — og um leið alt landið —, ef sum-
arið væri lengra, þó eigi væri nema lítilsháttar, frá því, sem nú er.
2. SAGA FRÁ DANMÖRKU.
Svo sem kunnugt er, lifir silkiormurinn áblöðum mórberja-
irésins. Það á heima í Suður-Evrópu, og þrífst því illa í Dan-
mörku; danska sumarið er of kalt og stutt fyrir það. Það hefur
því ekki til skamms tíma verið útlit fyrir, að silkirækt mundi geta
orðið arðsöm í Danmörku, þó loftslagið eigi vel við silkiormana
(í Suður-Evrópu er helzt til heitt fyrir þá). En nú er þetta breytt,
því nú er komin til Danmerkur harðger mórberjategund (víst ame-
rísk að uppruna), sem þolir ágætlega loftslagið. Með því er lagð-
ur traustur grundvöllur undir nýjan atvinnuveg, silkirækt, sem nú
-er búist við, að eigi mikla framtíð fyrir höndum í Danmörku.
Hvað sýnir nú þessi saga?
Að bæta má úr því, þó sumrin séu stutt. Danska sumarið
var áður of stutt bg kalt til silkiræktunar, en nú er það nógu
6