Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 2

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 2
78 langt. Á sama hátt höfum við einnig lítilsháttar lengt íslenzka sumarið, með því að rækta jarðeplaplöntuna, sem komin er frá Suður-Ameríku, og getum lengt það miklu meira með því, að ná í þær plöntur, nytsamar, víðsvegar að, sem þola íslenzkt loftslag, en pb einkum með pvi, ab framleiba nýjar þlóntutegundir. 3. SAGA FRÁ AMERÍKU. Loftslagið í Kína er að mörgu leyti líkt loftslagi Bandaríkj- anna, og þar eð Kínverjar í þúsundir ára hafa verið garðyrkju- menn miklir, þá þótti líklegt, að þeir hefðu margar tegundir rækt- jurta, sem vel væru fallnar til ræktunar í Bandaríkjunum. Banda- ríkjastjórnin gerði því út mann, Frank N. Meyer að nafni, til þess að rannsaka ræktjurtir í Kína. Meyer ferðaðist í þrjú ár um Kína- veldi og Kóreu, og hafði alls úr ferðalagi þessu fræ eða græðlinga af um 2000 tegundum, og er búist við, að að mörgum þeirra muni verða stór-gagn í Bandaríkjunum, og fleiri lönaum með líku loftslagi. Annars er vert að veita því eftirtekt, hvernig ræktjurtir hafa breiðst út um löndin, og ofl náð mestri útbreiðslu lengst frá heimkynnum sínum. T. d. kemur lang-mestur hluti af öllu kaffi frá Brasilíu — meðal annars nálega alt það kaffi, sem Islendingar hressa sig á — og er þó kaffitréð nýbýlingur í Ameríku. Sykur- reyrinn er sömuleiðis nýbýlingur þar; hann er kominn frá Indlandi. Aftur á móti eru kakaótréð og gúmmítréð, sem bæði eru nú rækt- uð í flestum löndum hitabeltisins, komin frá Ameríku. Paðan er og komin tóbaksjurtin, sem ræktuð er hér um bil um allan heim — meðal annars töluvert í Danmörku — og kartöflujurtin, sem fyr var getið. 4. ÖNNUR SAGA FRÁ AMERÍKU. Fyrir eitthvað tuttugu árum varð maður að nafni Niels Ebbe- sön Hansen (víst danskrar ættar) prófessor í jurtafræði við land- búnaðarháskólann í South-Dakota. Hann gerði margvíslegar til- raunir til að bæta ræktjurtir og þóttist hann verða þess vísari, að ekki væri hægt að venja plöntur við kaldara loftslag, en þær ættu að venjast, eða að minsta kosti ekki svo að miklu munaði. Aftur mætti fá tegundir, sem þyldu kulda, með því, að framleiða kyn- blendinga af harðgerðum villijurtum og ræktjurtum. Pannig fram-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.