Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Side 7

Eimreiðin - 01.05.1914, Side 7
83 draga aö okkur útlendar tegundir, þarf aö rannsaka og gera tii- raunir með innlendar jurtir. Hver veit t. d. nema af melnum íslenzka, sem til skamms tíma hefir verið hirt af kornið (og er ef til vill gert ennþá), megi framleiða tegund, sem betur borgi sig að rækta, en að kaupa útlent korn? Margar tegundir matjurta og aldina mun mega rækta á ís- landi, sé rétt að farið. T. d. má telja víst, að hið vilta eplatré, sem í Noregi vex ósáið alt norður í Prándheim, þrífist á Islandi. Tré þetta ber að sönnu súr og lítt æt epli, en það eru komnar af því ótal tegundir, sem bera góð epli, og ágrætt á rót þess má láta vaxa langtum viðkvæmari tegundir. Nú má vera, að ein- hver spyrji, hvort það skifti nokkru, hvort rækta mætti lítils- háttar af eplum á Islandi. Pví er að svara, að það skiftir talsverðu, þó eigi væri meira en það, að hver bóndi fengi nokkra fjórðunga, og þó eplin væru óæt nema í mat. Edíson heldur því fram, að því meiri fjölbreytni sem höfð sé í matar- hæfi, því íjölbreyttara verði hugsanalífið; og þó hann sjálfsagt hafi rangt fyrir sér í þessu, þá er víst, að nokkur tilbreytni í matarhæfi, frá því, sem nú tíðkast hjá almenningi, mundi auka hin almennu lífsþægindi, í stuttu máli sagt: gera æfina betri. Alt óskaðlegt, sem gerir lífið fjölbreyttara á einhvern hátt eða eykur lífsgleðina, er til góðs. 9. HÖFUM VIÐ EFNI Á PESSU? Nú má vera að einhver segi, þegar hingað er kominn lestur- inn: Höfum við efni á því, að gera tilraunir þessar? Já, það höfum við. Pað mætti fremur spyrja að því, hvort við hefðum ráð á því, að gera þær ekki. Ef landssjóður hefir ekki ráð á því, að veita fé til þeirra fyrirtækja, sem miða að því, að auka þjóð- arauðinn, þá hefir hann yfir höfuð að tala ekki ráð á neinu. Eigi all-litlu af landssjóðsfé er varið gersamlega til einskis. Skal hér eitt dæmi nefnt, og það er jarðabótaverðlaunin. Það er almannafé, sem alveg fer til ónýtis; þvíefþað borgarsig ekki fyrir bóndann, að gera jarðabæturnar, nema hann fái nokkra aura úr landssjóði fyrir hvert unnið dags- verk, þá er svo lítil framför í jarðabótinni, að það sannarlega borgar sig ekki fyrir landssjóð, að verð- launa hana. Khöfn í jan. 1914. ÓLAFUR FRIÐRIKSSON.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.